Keir Starmer, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hefur lagt fram tillögu fyrir framkvæmdstjórn flokksins um að banna fyrrum leiðtoganum Jeremy Corby að bjóða sig fram fyrir hönd flokksins í næstu þingkosningum. Talið er nær öruggt að tillagan verði samþykkt.

Corbyn, sem hefur gefið til kynna að hann hyggist bjóða sig fram aftur, situr nú á þingi utan flokka. Hann var settur í bann hjá Verkamannaflokknum árið 2020 vegna rannsóknar um gyðingaandúð innan flokksins.

Keir Starmer, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hefur lagt fram tillögu fyrir framkvæmdstjórn flokksins um að banna fyrrum leiðtoganum Jeremy Corby að bjóða sig fram fyrir hönd flokksins í næstu þingkosningum. Talið er nær öruggt að tillagan verði samþykkt.

Corbyn, sem hefur gefið til kynna að hann hyggist bjóða sig fram aftur, situr nú á þingi utan flokka. Hann var settur í bann hjá Verkamannaflokknum árið 2020 vegna rannsóknar um gyðingaandúð innan flokksins.

Corbyn, sem var leiðtogi Verkamannaflokksins árin 2015-2020, horfir nú fram á að annað hvort hætta þingstörfum eftir næstu kosningar eða að bjóða sig fram sem óflokksbundinn frambjóðandi, sem myndi leiða til ‏þess að flokksskírteini hans yrði ógilt, að því er segir í frétt The Times.

Í greinargerð með tillögunni segir Starmer að framboð forvera síns fyrir hönd flokksins myndi draga verulega úr líkum á ‏því að Verkamannaflokkurinn nái þingmeirihluta í næstu kosningum.