HBO Max tilkynnti í sumar um að fjórða þáttaröð True Detective verði tekin upp á Íslandi í vetur en Jodie Foster mun leikstýra henni. Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu kemur fram að umfang verkefnisins sé áætlað um 9 milljarðar króna og verði stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar. Tökur munu standa yfir í níu mánuði.
,,Ég finn fyrir miklum meðbyr hér í Los Angeles með þeim aðgerðum sem við höfum verið að hrinda í framkvæmd á undanförnum misserum til þess að efla skapandi greinar á Íslandi. Verkefnið True Detective er stærsta erlenda fjárfesting á sviði menningar í Íslandssögunni,“ segir Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sem leiddi sendinefnd á vegum Íslandsstofu og Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) með áherslu á kvikmyndir og tónlist.
Í vor samþykkti Alþingi að hækka endurgreiðsluhlutfall framleiðslukostnaðar í kvikmyndagerð fyrir stærri verkefni úr 25% í 35%. Frumvarpið var gagnrýnt af fjármálaráðuneytinu, sem það ófjármagnað, en það fór að lokum í gegn rétt fyrir þinglok í júní.
„Með skýrri sýn og margþáttuðum aðgerðum er okkur að takast að gera landið okkar að mjög álitlegum samstarfskosti í heimi kvikmyndanna. Alþjóðleg kvikmyndafyrirtæki eru tilbúin til þess að fjárfesta í stærri verkefnum til lengri tíma en þau gerðu. Það er gríðarlegur sigur fyrir íslenska menningu og efnahagslíf og staðfesting þess að það sem stjórnvöld eru að gera skiptir máli,“ segir Lilja.
Í tilkynningu ráðuneytisins er tekið fram að Lilja hafi veitt miðlunum Deadline, The Location Guide og Hollywood Reporter viðtöl þar sem hún fór yfir sýn sína um að gera Ísland að skapandi miðstöð milli Evrópu og Bandaríkjanna.
HBO Max tilkynnti í sumar um að fjórða þáttaröð True Detective verði tekin upp á Íslandi í vetur en Jodie Foster mun leikstýra henni. Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu kemur fram að umfang verkefnisins sé áætlað um 9 milljarðar króna og verði stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar. Tökur munu standa yfir í níu mánuði.
,,Ég finn fyrir miklum meðbyr hér í Los Angeles með þeim aðgerðum sem við höfum verið að hrinda í framkvæmd á undanförnum misserum til þess að efla skapandi greinar á Íslandi. Verkefnið True Detective er stærsta erlenda fjárfesting á sviði menningar í Íslandssögunni,“ segir Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sem leiddi sendinefnd á vegum Íslandsstofu og Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) með áherslu á kvikmyndir og tónlist.
Í vor samþykkti Alþingi að hækka endurgreiðsluhlutfall framleiðslukostnaðar í kvikmyndagerð fyrir stærri verkefni úr 25% í 35%. Frumvarpið var gagnrýnt af fjármálaráðuneytinu, sem það ófjármagnað, en það fór að lokum í gegn rétt fyrir þinglok í júní.
„Með skýrri sýn og margþáttuðum aðgerðum er okkur að takast að gera landið okkar að mjög álitlegum samstarfskosti í heimi kvikmyndanna. Alþjóðleg kvikmyndafyrirtæki eru tilbúin til þess að fjárfesta í stærri verkefnum til lengri tíma en þau gerðu. Það er gríðarlegur sigur fyrir íslenska menningu og efnahagslíf og staðfesting þess að það sem stjórnvöld eru að gera skiptir máli,“ segir Lilja.
Í tilkynningu ráðuneytisins er tekið fram að Lilja hafi veitt miðlunum Deadline, The Location Guide og Hollywood Reporter viðtöl þar sem hún fór yfir sýn sína um að gera Ísland að skapandi miðstöð milli Evrópu og Bandaríkjanna.