Sam­kvæmt kosninga­vita Við­skiptaráðs er af­staða stjórn­mála­flokkanna til efna­hags­legs frelsis afar misjöfn.

Átta­vitinn varpar ljósi á stefnu allra stjórn­mála­fram­boða á landsvísu út frá tveimur þáttum: efna­hags­legu frelsi og skýr­leika stefnu.

Til að kort­leggja stefnu fram­boðanna lagði Við­skiptaráð kosninga­könnun fyrir flokkana sem inni­hélt sex­tíu full­yrðingar.

Fimm svar­mögu­leikar voru við hverri full­yrðingu: mjög fylgjandi, frekar fylgjandi, hlut­laus, frekar and­víg og mjög and­víg.

Jafn­framt gafst fram­boðunum færi á að láta skýringu fylgja hverju svari.

Sam­kvæmt niður­stöðu átta­vitans er stefna Viðreisnar óskýrust á meðan Vinstri grænir eru lang­mest á móti efna­hags­legu frelsi en Sósíalista­flokkur Ís­lands svaraði ekki spurningum Við­skiptaráðs.

At­hygli vekur að Viðreisn er á móti því að lækka banka­skatt og þá skilar flokkurinn auðu um hvort lækka eigi fjár­magns­tekju­skatt eða tekju­skatt á lögaðila.

Þá er flokkurinn einnig hlynntur því að ganga lengra en Evrópu­sam­bandið í lofts­lags­málum og vill halda í jafn­launa­vottun, ólíkt öðrum flokkum á hægri ásnum.

Þá er Mið­flokkurinn eini flokkurinn sem skilaði auðu um hvort selja ætti hlut í Lands­virkjun.

Sam­fylkingin er síðan í takti með Vinstri grænum og Pírötum í flestum frelsismálum. Sam­fylkingin leggst gegn því að lækka fjár­magns­tekju­skatt og tekju­skatt á lögaðila.

Vinstri grænir, Sam­fylkingin og Framsóknar­flokkurinn eru síðan einu flokkarnir sem vilja halda í tolla á mat­væli.

Sam­fylkingin, Píratar, Vinstri grænir og Framsókn vilja síðan halda í kostnað ríkis­sjóðs við endur­greiðslur til kvik­mynda­gerðar. Sömu flokkar vilja einnig að ríkið sjái enn þá um rekstur áfengis­verslana.

Sjálf­stæðis­flokkurinn og Mið­flokkurinn skera sig úr þegar kemur að helstu frelsis­málum fyrir ein­stak­linga og fyrir­tæki í landinu. Samkvæmt niðurstöðunum er Sjálfstæðisflokkurinn þó ögn hlynntari efnahagslegu frelsi og með skýrari stefnu.

Sjá má niður­stöðurnar hér að neðan.