FTSE 100 vísitalan hefur hækkað um 11,4% það sem af er ári en slíkt hefur ekki gerst síðan 2021. Samkvæmt The Guardianhefur gengi bankans NatWest og þotuhreyflaframleiðandans Rolls-Royce verið helstu drifkraftar hækkunarinnar á árinu.
Gengi íþróttavöruverslunarinnar JD Sports og lágvöruverslunarinnar B&M lækkað mest á árinu af félögum vísitölunnar.
Dan Coatsworth, fjárfestingaráðgjafi hjá AJ Bell, segir ljóst að umtalið hversu slæmur markaðurinn í Lundúnum er eigi ekki rétt á sér.
„Þó að það sé ekki sami glamúr yfir Kauphöllinni í Lundúnum og markaðinum í Bandaríkjunum þá er enn fullt af áhugaverðum skráðum fyrirtækjum sem bjóða upp á stöðugan tekjuvöxt,“ segir Coatsworth.
Samkvæmt greiningu AJ Bell hefur FTSE 100 hækkað um 7,1% að meðaltali síðastliðin tíu ár.
Gengi FTSE 100 síðastliðin tíu ár
Ávöxtun (%) | ||
11,4 | ||
7,9 | ||
4,7 | ||
18,4 | ||
-10,2 | ||
17,3 | ||
-8,7 | ||
11,9 | ||
19,1 | ||
-1,3 | ||