FTSE 100 vísi­talan hefur hækkað um 11,4% það sem af er ári en slíkt hefur ekki gerst síðan 2021. Sam­kvæmt The Guar­dianhefur gengi bankans NatWest og þotu­hreyfla­fram­leiðandans Rolls-Royce verið helstu drif­kraftar hækkunarinnar á árinu.

Gengi íþrótta­vöru­verslunarinnar JD Sports og lág­vöru­verslunarinnar B&M lækkað mest á árinu af félögum vísitölunnar.

Dan Coatsworth, fjár­festingaráðgjafi hjá AJ Bell, segir ljóst að um­talið hversu slæmur markaðurinn í Lundúnum er eigi ekki rétt á sér.

„Þó að það sé ekki sami glamúr yfir Kaup­höllinni í Lundúnum og markaðinum í Bandaríkjunum þá er enn fullt af áhuga­verðum skráðum fyrir­tækjum sem bjóða upp á stöðugan tekju­vöxt,“ segir Coatsworth.

Sam­kvæmt greiningu AJ Bell hefur FTSE 100 hækkað um 7,1% að meðaltali síðastliðin tíu ár.

Gengi FTSE 100 síðastliðin tíu ár

Ár Ávöxtun (%)
2024* 11,4
2023 7,9
2022 4,7
2021 18,4
2020 -10,2
2019 17,3
2018 -8,7
2017 11,9
2016 19,1
2015 -1,3
Heimild: AJ Bell.