Líkur eru á að vopnasala í heiminum dragist saman á árinu eftir samfelldan vöxt undanfarin sjö ár að því er WSJ greinir frá.

Þetta gerist þrátt fyrir aukna eftirspurn vegna stríðsins í Úkraínu og vaxandi spennu á milli Kína, Tævan og Bandaríkjanna.

Vopnaframleiðendur hafa stútfyllt allar pöntunarbækur en eiga í vandræðum með að auka framleiðsluna sem skyldi, m.a. vegna vanda í aðfangakeðjum, skorts á starfsfólki og íhlutum.

Fimm stærstu vopnaframleiðendur heims eru allir bandrískir en í fjórum af fimm sætum þar á eftir eru kínversk félög.