Samkvæmt könnun sem lögð var fyrir félagsmenn Samtaka innviðaverktaka (SIV), áður Félag vinnuvélaeigenda, telja 95% að fyrirsjáanleika skorti í opinberum innviðaframkvæmdum.

Samkvæmt könnun sem lögð var fyrir félagsmenn Samtaka innviðaverktaka (SIV), áður Félag vinnuvélaeigenda, telja 95% að fyrirsjáanleika skorti í opinberum innviðaframkvæmdum.

Vilhjálmur Þór Matthíasson, formaður SIV og framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar, segir mörg þúsund manns vinna við innviðauppbyggingu á Íslandi en hátt í 60 fyrirtæki eru aðilar að SIV.

„Eins og með hver önnur fyrirtæki á Íslandi þá rekum við okkar fyrirtæki og byggjum það upp en erum samt undir hælnum á stjórnvöldum hvað þeir ákveða að setja mikla peninga á hverju ári í innviðauppbyggingu. Það versta fyrir okkar geira eru skyndiákvarðanir, skyndilega teknar til baka miklar upphæðir og enginn fyrirsjáanleiki,“ segir Vilhjálmur.

Þenjast inn og út

Á aðalfundi SIV á dögunum komu fram áhyggjur af stöðu mála en að sögn Vilhjálms eru flestir ef ekki allir farnir að sjá mikla lægð.

„Að niðursveiflan sé byrjuð svolítið harkalega og samdrátturinn sem er búið að vera að fara í núna, hann fer að bitna á okkur mjög fljótlega vegna þess að menn eru að fara að klára sín verkefni og það er ekki verið að bjóða út ný verkefni nema að litlu leyti,“ segir Vilhjálmur en óvissa er um stöðu verkefna í nánustu framtíð.

„Við þenjumst inn og út eins og harmonikka, það er það versta. Það er þessi skammtímahugsun sem að við erum að gagnrýna, þú vilt vita hvort þú sért í vinnu í næsta mánuði eða þarnæsta mánuði eða ert bara í hálft ár, en það veit enginn og vinnuveitandinn getur ekki einu sinni svarað því hann veit það ekki sjálfur. Það er enginn stöðugleiki.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.