Vilhjálmur Þór Matthíasson, formaður Samtaka innviðaverktaka og framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar, segir merki um að samdráttur sé yfirvofandi í geiranum.

Stjórnvöld þurfi að tryggja að opinberir verkkaupar geti sett fram áreiðanlegar áætlanir sem hægt er að fylgja eftir. Í því samhengi séu til að mynda mikil vonbrigði að Alþingi hafi ekki afgreitt Samgönguáætlun fyrir sumarið.

Vilhjálmur Þór Matthíasson, formaður Samtaka innviðaverktaka og framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar, segir merki um að samdráttur sé yfirvofandi í geiranum.

Stjórnvöld þurfi að tryggja að opinberir verkkaupar geti sett fram áreiðanlegar áætlanir sem hægt er að fylgja eftir. Í því samhengi séu til að mynda mikil vonbrigði að Alþingi hafi ekki afgreitt Samgönguáætlun fyrir sumarið.

„Okkar geiri er notaður sem sveiflujöfnunartæki þannig ef eitthvað kemur upp þá er svo auðvelt að stroka út peningana sem fara í að gera upp vegina eða viðhalda húsnæði, eða hvað það er, með auknum kostnaði inn í framtíðinna vegna þess að þá skemmast hlutirnir, eins og við höfum orðið vitni að.“

Þörfin sé brýn en uppsöfnuð viðhaldsþörf er þegar mikil víða, í vegakerfinu er hún metin á um 180 milljarða.

„Það er næstum því nýi Landspítalinn sem er búið að sleppa að setja í viðhald á vegum síðustu ár en verður að gera, plús það sem safnast upp jafnóðum. Þannig að fjármagnið sem þarf til að halda bara við því sem við eigum áður en það skemmist, það er ekki verið að gera það,“ segir Vilhjálmur en einnig sé ljóst að bæta þurfi forgangsröðun.

„Til að reyna að setja þetta í samhengi þá kaupir þú þér ekki nýjan bíl ef þú hefur ekki efni á að setja bensín á gamla bílinn þinn. Þú heldur fyrst við vegunum sem þú átt áður en þú ferð að gera jarðgöng eða eitthvað slíkt. Það er flott að kynna ný verkefni, það er ekkert sexí við það að ætla að laga einhverjar holur, en á sama tíma kostar þetta miklu meira í framtíðinni.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.