Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var kjörinn stjórnarformaður Isavia á aðalfundi ríkisfyrirtækisins. Hann tekur við stjórnarformennskunni af Kristjáni Þór Júlíussyni sem hefur kveður stjórnina eftir að hafa verið stjórnarformaður frá árinu 2022.
Stjórn Isavia tekur miklum breytingum milli ára, sem má sennilega rekja til þess að fjármálaráðherra setti í síðasta mánuði nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum.
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra skipaði í byrjun mánaðar valnefndir sem fengu það verkefni að tilnefna tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti, en ráðherra velur úr þeim hópi í stjórnirnar.
Aðeins einn sitjandi stjórnarmaður heldur áfram í stjórn félagsins en það er Marta Jónsdóttir. Hún kom inn í sem aðalmaður í stjórn í ársbyrjun 2025 eftir að hafa setið í varastjórn frá árinu 2024.
Eftirfarandi einstaklingar voru kjörnir í stjórn Isavia:
- Steinþór Pálsson, stjórnarformaður
- Gréta María Grétarsdóttir
- Hera Grímsdóttir
- Marta Jónsdóttir
- Ómar Svavarsson
Í varastjórn voru eftirfarandi kjörin:
- Sigrún Dóra Sævinsdóttir
- Bjarni Herrera
Fráfarandi stjórn var skipuð eftirfarandi einstaklingum:
- Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður
- Hólmfríður Árnadóttir
- Hrólfur Ölvisson
- Marta Jónsdóttir
- Valdimar Halldórsson