Stekkur fjárfestingafélag hagnaðist um 741 milljón króna á síðasta ári eftir 109 milljóna króna hagnað árið 2020.

Stærstu hluti af hagnaðinum er tilkomið vegna hlutdeildar í afkomu Límtré Vírnets og Securitas. Stekkur á 56% hlut í Securitas og jók hlut sinn í Límtré Vírneti úr 45% í 81% í byrjun þessa árs.

Eignir Stekks um áramótin námu 1,9 milljörðum króna og eigið fé 1,1 milljarði króna.

Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir er framkvæmdastjóri Stekks en félagið er í eigu föður hennar Kristins Aðalsteinssonar.

Lykiltölur/ Stekkur

2021 2020
Eignir 1.934 1.285
Eigið fé 1.081 182
Eiginfjárhlutfall 56% 14%
Afkoma  741  109