Stekkur fjárfestingafélag, sem á ráðandi hlut í Securitast og Límtré Vírnet, hagnaðist um 614 milljónir króna í fyrra, samanborið við 578 milljóna hagnað árið 2022.

Hlutdeild í afkomu nam 823 milljónum króna, samanborið við 777 milljónir árið áður.

Bókfært verð 54% eignarhluts í Securitas var 1,3 milljarðar og 79% hlutur í Límtré Vírnet var bókfærður á 1,7 milljarða. Á árinu 2024 stækkaði félagið eignarhlut sinn í Securitas og á alls 95% hlutafjár í félaginu í dag í gegnum Vara eignarhaldsfélag ehf.

Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir er framkvæmdastjóri Stekks en faðir hennar, Kristinn Aðalsteinsson, er eigandi félagsins.