Bílaframleiðandinn Stellantis og kínverska rafhlöðufyrirtækið CATL tilkynntu í dag að þau munu byggja sameiginlega 4,1 milljarðs evra rafhlöðuverksmiðju á Spáni. Verksmiðjan gæti framleitt allt að 50 gígavattstundir fyrir evrópska rafbílamarkaðinn.

Verksmiðjan verður staðsett í Zaragoza á norðausturhluta Spánar og er gert ráð fyrir að starfsemi muni hefjast í lok árs 2026.

Stellantis, sem framleiðir meðal annars Dodge, sagði að verksmiðjan muni efla LFP-merki bílaframleiðandans í Evrópu og gera fyrirtækinu kleift að framleiða hágæða rafbíla og jeppa.

„Þetta mikilvæga sameiginlega verkefni með samstarfsaðila okkar CATL mun færa svæðinu, sem er þegar leiðandi í hreinni og endurnýjanlegri orku, meiri rafhlöðuframleiðslu og mun hjálpa við að knýja fram fjölhliða sjálfbæra nálgun,“ segir John Elkann, stjórnarformaður Stellantis.

Tilkynningin kemur samhliða erfiðum tímum fyrir evrópska bílaframleiðendur sem standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum í orkuskiptum, þar á meðal skorti á ódýrum bílum, hægari útbreiðslu hleðslustöðva og fyrirhuguðum tollum frá bandarískum stjórnvöldum.