Sigurður Ingi Jóhanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir í sam­tali við Við­skipta­blaðið að minnis­blað um fjár­stuðning for­eldra við í­búða­kaup barna sinna hafi einungis verið til upp­lýsinga. Ekki standi til að skatt­leggja fjár­stuðninginn með sér­stökum hætti.

Sigurður Ingi Jóhanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir í sam­tali við Við­skipta­blaðið að minnis­blað um fjár­stuðning for­eldra við í­búða­kaup barna sinna hafi einungis verið til upp­lýsinga. Ekki standi til að skatt­leggja fjár­stuðninginn með sér­stökum hætti.

„Þetta var greining. Skatturinn er með öll lög til að gera það sem þau vilja gera. Það liggur í hlutarins eðli að það er mjög flókin sönnunar­byrði í þessu og þetta hefur ekki verið gert og stendur ekki til,“ segir Sigurður Ingi spurður um skatt­lagningu á þennan fjár­stuðning.

Í minnis­blaðinu er tekið fram að fjár­stuðningur for­eldra hafi verið að aukast og al­mennt séð „fær ríkis­sjóður ekki miklar skatt­tekjur af þessum gjörningum.”

Þá er einnig tekið fram í minnis­blaðinu að fyrir fram greiddur arfur sæti 10% skatti en ef „um er að ræða gjöf til barna þá ætti sú ráð­stöfun að leiða til skatt­lagningar í launa­skatt­hlut­falli (31,5-46,3%). Hins vegar eru fá dæmi um að ráð­stöfun til barna hafi sætt skatt­lagningu sem gjöf og spilar þar inn í að strangar sönnunar­kröfur hafa verið lagðar á skatt­yfir­völd til að sýna fram á að um gjöf sé að ræða (en ekki lán).”

„Það er verið að greina stöðuna og þetta er hluti af raun­veru­legum stað­reyndum að stuðningur við kaup yngra fólks, fyrstu kaup­enda, hefur verið að vaxa í meira mæli en áður,“ segir Sigurður Ingi.

Spurður um hvort það sé á­hyggju­efni að stuðningurinn sé að aukast, segir hann fyrst og fremst verið að segja frá þeirri stað­reynd.

„Á­hyggju­efnið er að fólk hefur mis­munandi bak­land og það eru ekki allir í sömu færum til að geta fengið slíkan stuðning. Ef menn ætla að finna leiðir til að styðja við ungt fólk inn á hús­næðis­markað þarf að greina stöðuna til að vita hvaða leið þeir ætla að fara,“ segir Sigurður.

Skattatillaga AGS til skoðunar

Hann bendir á að eina skatt­lagningin sem er til skoðunar sam­kvæmt minnis­blaðinu tengist til­lögu frá Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðnum.

„Þar er rætt um að skatt­lagning á leigu­tekjur og eign fólks í öðru heimili sé með lægra móti á Ís­landi en í öðrum löndum. Af­leiðingin gæti verið sú að það sé minna fram­boð af hús­næði fyrir fólk sem vill kaupa og þess vegna er eðli­legt að það sé skoðað,“ segir Sigurður.

„Þetta er hluti af því að greina af hverju er ekki meira fram­boð af í­búðum til eignar á hús­næði. Ein af á­stæðunum getur verið skatt­lagning á þessu og sú stað­reynd að það eru í vaxandi mæli fjár­sterkir aðilar sem kaupa eignir.“

Skattaafsláttur til fyrstu kaupenda verðbólguvaldandi

Spurður um af hverju sé ekki fremur horft á skatta­lækkunar­hliðina fyrir fyrstu kaup­endur, t.d. með því að af­nema stimpil­gjöld, segir Sigurður það ganga gegn aðal­mark­miðum ríkis­stjórnarinnar að ná niður verð­bólgu.

„Það var gefinn 50% af­sláttur [af stimpil­gjöldum] fyrir fyrstu kaup­endur til að styðja þann hóp. Svo megum við ekki gleyma því að aðal­mark­mið stjórn­valda er að ná verð­bólgu niður og það hefur verið mat allra hag­fræðinga, bæði Seðla­bankans og annarra, að það að gefa eftir slíka fjár­muni eins og stimpil­gjöld myndu auka þenslu í sam­fé­laginu.“

Spurður um hvort það sé mat hag­fræðinga hvort eftir­gjöf á stimpil­gjöldum til fyrstu kaup­enda myndi valda þenslu vildi hann ekki ganga svo langt að full­yrða það.