Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir að þótt sjálfsagt sé að ganga til viðræðna við stjórnvöld um stöðu ÍL-sjóðs og hugsanlegt uppgjör Íbúðabréfanna svokölluðu sé morgunljóst að umboðsskyldan bindi hendur sjóðanna að miklu leyti í þeim efnum, og þeim mun meira eftir því sem lagaleg staða þeirra sé metin sterkari.

Það sé svo einfaldlega hluti af viðræðum sem þessum að gera viðsemjendum ljóst að til lítils sé að biðja um eitthvað sem manni sé óheimilt lögum samkvæmt að verða við.

„Svo kemur bara í ljós nákvæmlega hvað við erum einu sinni að fara að semja um. Við þurfum að fá að vita það. Á að bjóða okkur einhverjar bætur fyrir uppgreiðsluna eða snýst þetta einungis um með hverju eigi að greiða okkur?“ segir Ólafur.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.