Í bréfi Sigurðar Þórðar­sonar setts ríkis­endur­skoðanda til þing­nefndar og héraðs­sak­sóknara um mál­efni Lindar­hvols segir að gögnin „gefi sterk­lega til kynna“ að sam­komu­lag um sölu á eignar­hluti ríkis­sjóðs í Klakka hafi verið komið á í upp­hafi árs 2016.

Mánuðum áður en hlutirnir voru aug­lýstir til sölu og jafn­vel áður en Lindar­hvoll ehf. var stofnað til að annast um­sýslu og sölu stöðu­leika­eigna sem ríkið fékk í hendurnar eftir sam­komu­lag við kröfu­hafa föllnu bankanna.

Styðst Sigurður við upp­lýsingar úr árs­reikningum BLM fjár­festinga, sem keypti hlut ríkisins, til stað­festingar og saman­burðar við gögn sem hann aflaði við endur­skoðun á samningnum. Telur hann að samningur hafi verið gerður í byrjun árs 2016 sem ekki hefur verið greint frá opin­ber­lega.

„Yfir­töku­virði stöðug­leika­fram­laga slita­búa Glitnis ehf. og Kaup­þings ehf. í Klakka ehf. var sam­tals metið á 3.104 m. kr. Þær greiðslu­hreyfingar og upp­lýsingar sem skjal­festar eru sýna að fyrri hluta árs 2016 hafi að öllum líkindum verið gerður samningur (sem ekki hefur verið birtur) sem fól í sér að virðis­mat við sölu stöðug­leika­eigna myndi á­kvarða skiptingu fjár­hæða milli aðila. Þannig að hlutur ríkis­sjóðs yrði 2.490 m. kr. eða 80% og 614 m. kr. eða 20%, yrðu til ráð­stöfunar fyrir BLM ehf,” segir í bréfinu.

Sigurður sendi em­bætti héraðs­sak­sóknara og stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar Al­þingis við­bótar­gögn í Lindar­hvols­málinu svo­kallaða í síðustu viku og krefst hann þess að sala á hlut ríkis­sjóðs í Klakka ehf., áður Ex­ista, verði rann­sakaður til hlítar.

Þessi frétt er hluti af lengri um­fjöllun Við­skipta­blaðsins um Lindarhvol sem á­skrif­endur geta nálgast hér.