Steypustöðin hefur verið stærsta fyrirtækið í rekstri steypustöðva hér á landi á síðustu árum sé horft til tekna. Tekjur fyrirtækisins voru 12,8 milljarðar króna í fyrra sem er um helmingi meiri tekjur en tekjur næst stærsta fyrirtækisins, BM Vallár en tekjur þess námu rúmum 8 milljörðum króna. Hagnaður BM Vallár var hins vegar töluvert meiri en hagnaður Steypustöðvarinnar. Þannig var hagnaður BM Vallár tæplega 1,4 milljarður króna en hann var 860 milljónir hjá Steypustöðinni.

Heildartekjur Steypustöðvarinnar voru helmingurinn af heildartekjum 10 stærstu fyrirtækjanna í geiranum.

Nánar er fjallað um rekstur steypustöðva í bókinni 500 stærstu, sem var að koma út. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér og hægt er að kaupa bókina hér.