Val­frjálst yfir­töku­til­boð John Bean Technologies Cor­por­ation til hlut­hafa Marel hf. í allt út­gefið og úti­standandi hluta­fé í fé­laginu tekur gildi í dag.

Í greinar­gerð stjórnar Marels sem sent var til Kaup­hallarinnar í morgun segir að það sé sam­hljóða álit stjórnar að styðja til­boðið, þar með talið til­boðs­verðið og aðra skil­mála þess og mæla með því að hlut­hafar Marel sam­þykki til­boðið.

Að mati stjórnarinnar hefur fyrir­huguð sam­eining fé­laganna já­kvæð á­hrif er varðar hags­muni Marel og starfs­manna fé­lagsins.

Val­frjálst yfir­töku­til­boð John Bean Technologies Cor­por­ation til hlut­hafa Marel hf. í allt út­gefið og úti­standandi hluta­fé í fé­laginu tekur gildi í dag.

Í greinar­gerð stjórnar Marels sem sent var til Kaup­hallarinnar í morgun segir að það sé sam­hljóða álit stjórnar að styðja til­boðið, þar með talið til­boðs­verðið og aðra skil­mála þess og mæla með því að hlut­hafar Marel sam­þykki til­boðið.

Að mati stjórnarinnar hefur fyrir­huguð sam­eining fé­laganna já­kvæð á­hrif er varðar hags­muni Marel og starfs­manna fé­lagsins.

„Ég er á­kaf­lega stoltur af fé­laginu, þeim góða árangri sem náðst hefur með stefnu Marel og okkar mikil­væga hlut­verki við að um­bylta mat­væla­vinnslu á heims­vísu. Stjórn Marel hefur að vel í­grunduðu máli lagt mat á það, með að­stoð ó­háðra ráð­gjafa, hvaða þýðingu sam­einað fé­lag, JBT Marel Cor­por­ation, hefur fyrir hlut­hafa Marel og aðra hag­aðila. Við höfum komist að þeirri niður­stöðu að góð rök séu fyrir sam­einingu fé­laganna og til­boðið hafi í för með sér mikil sóknar­færi sem hafi já­kvæð á­hrif á hags­muni Marel og hag­aðila þess. Þar af leiðandi styður stjórn Marel ein­róma til­boð JBT í allt hluta­fé fé­lagsins og veitir já­kvæða um­sögn sína,” segir Arnar Þór Más­son, stjórnar­for­maður Marel.

Í til­boðinu segir að þess sé vænst að rekstrar­hag­kvæmni muni skapa sam­legðar­á­hrif í kostnaði sem nemur meira en 125 milljónum dala innan þriggja ára eftir lok við­skiptanna á mörgum sviðum, eins og hvað varðar að­fanga-, fram­leiðslu- og rekstrar­kostnað.

Skuldir munu þó aukast en áætlað er að hið sam­einaða fé­lag verði með um 3,5x nettó­skuld­setningar­hlut­fall við lok ársins 2024. Í tilboðinu er þó tekið fram að búist sé við því að nettó­skuld­setning verði komin vel undir 3,0x við lok ársins 2025.

„Saman getum við þjónu­stað við­skipta­vini enn betur með metnaðar­fullum hópi starfs­manna beggja megin, auk þess að njóta góðs af aukinni stærðar­hag­kvæmni, breiðara vöru­úr­vali og víð­feðmu þjónustu­neti. Sam­einað fé­lag, sem leið­togi á heims­vísu í há­tækni­lausnum fyrir mat­væla- og drykkjar­vöru­iðnaðinn, getur aukið sjálf­bærni í okkar iðnaði og í hnot­skurn haft enn já­kvæðari á­hrif á sjálf­bærari vinnslu mat­væla. Ég er sér­stak­lega á­nægður með að ná öllu þessu fram og um leið byggja á ein­stakri arf­leifð Marel.”