Áform um samruna japönsku bílaframleiðendanna Nissan og Honda er talið í hættu. Stjórn Nissan telur ný tillaga japanska keppinatar síns Honda vera óásættanlega fyrir bílaframleiðandann, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal.
Honda kynnti á dögunum nýja tillögu sem felur í sér að Nissan yrði dótturfélag Honda. Í umfjöllun WSJ segir að þetta fyrirkomulag hafi ekki verið í samræmi við það jafningja fyrirkomulag sem upphafleg var stefnt að.
Einn heimildarmaður WSJ sagði að stjórn Nissan hafi talið tillöguna óásættanlega og að félagið myndi hafna henni.
Hlutabréfaverð Nissan hefur lækkað um 5% í dag. Gengi hlutabréfa Honda hafa hins vegar hækkað um 8% í dag. Hreyfingar á gengi félaganna tveggja eru taldar endurspegla viðhorf fjárfesta um að Nissan muni líklega njóta meira góðs af samrunanum.
Falli samrunaáformin upp fyrir myndu vakna spurningar um samkeppnishæfni Nissan í núverandi viðskiptaumhverfi sem einkennist m.a. af aukinni samkeppni frá Kína. Jafnframt hefur Nissan tapað markaðshlutdeild á bandaríska bílamarkaðnum.
Nissan og Honda undirrituðu viljayfirlýsingu samrunaviðræður og kynntu áformin formlega á blaðamannafundi þann 23. desember síðastliðinn. Sameinað félag yrði þriðji stærsti bílaframleiðandi heims sé horft til seldra bíla.
Nissan sendi frá sér tilkynningu í morgun og sagði að engin ákvörðun hafi verið tekin en einn valkostur væri að fella viljayfirlýsinguna úr gildi. Bæði fyrirtækin segja að viðræður standi enn yfir og gert sé ráð fyrir formlegri ákvörðun um miðjan febrúarmánuð.