Að mati fjár­mála­eftir­lits Seðla­banka Ís­lands inn­leiddi stjórn og banka­stjóri Ís­lands­banka ekki stjórnar­hætti og innra eftir­lit sem tryggir skil­virka og var­færna stjórnun. Birt­ist þetta meðal ann­ars í því að ekki var tryggt að bank­inn upp­­­fyllti laga­­kröf­ur sem gilda um veit­ingu fjár­­fest­ing­ar­þjón­ustu og fylgni við innri regl­ur sem stjórn hans hef­ur sett.

Þetta kemur fram í sam­komu­lagi Ís­lands­banka og FME í tengslum við út­boð Banka­sýslu ríkisins á 22,5 eignar­hlut ríkisins í Ís­lands­banka.

„Stjórn og banka­­stjóri sýndi af sér at­hafna­­leysi vegna við­varandi ann­­marka á skráningu og varð­veislu sím­tala og stjórnar­hættir máls­­aðila bera vott um skort á á­hættu­vitund. Þá benda brot máls­­aðila til veik­­leika í innra eftir­­lits­­kerfi hans. Máls­­aðili hvorki fram­­kvæmdi né skjal­­festi greiningu á hags­muna­á­­rekstrum í tengslum við verk­efni máls­­aðila vegna sölu­­ferlisins,“ segir í sam­komu­laginu.

Að mati fjár­mála­eftir­lits Seðla­banka Ís­lands inn­leiddi stjórn og banka­stjóri Ís­lands­banka ekki stjórnar­hætti og innra eftir­lit sem tryggir skil­virka og var­færna stjórnun. Birt­ist þetta meðal ann­ars í því að ekki var tryggt að bank­inn upp­­­fyllti laga­­kröf­ur sem gilda um veit­ingu fjár­­fest­ing­ar­þjón­ustu og fylgni við innri regl­ur sem stjórn hans hef­ur sett.

Þetta kemur fram í sam­komu­lagi Ís­lands­banka og FME í tengslum við út­boð Banka­sýslu ríkisins á 22,5 eignar­hlut ríkisins í Ís­lands­banka.

„Stjórn og banka­­stjóri sýndi af sér at­hafna­­leysi vegna við­varandi ann­­marka á skráningu og varð­veislu sím­tala og stjórnar­hættir máls­­aðila bera vott um skort á á­hættu­vitund. Þá benda brot máls­­aðila til veik­­leika í innra eftir­­lits­­kerfi hans. Máls­­aðili hvorki fram­­kvæmdi né skjal­­festi greiningu á hags­muna­á­­rekstrum í tengslum við verk­efni máls­­aðila vegna sölu­­ferlisins,“ segir í sam­komu­laginu.

Ís­lands­banki greiðir 1.160 milljónir króna í sektar­greiðslu sam­kvæmt sáttinni og mun bankinn greiða 860 milljónir króna af sektar­fjár­hæðinni á öðrum árs­fjórðungi.

Sam­kvæmt sam­komu­laginu fór ekki fram mat á því hvort ráð­­stafanir máls­­aðila vegna hags­muna­á­­rekstra hafi verið full­­nægjandi, hvort þörf væri á frekari ráð­­stöfunum vegna verk­efnisins eða hvort máls­­aðili ætti að láta ó­­­gert að taka að sér hlut­­verk um­­­sjónar- og
upp­­­gjörs­­aðila út­­boðsins.

„Skortur á greiningu hags­muna­á­­rekstra leiddi einnig til þess að máls­­aðili hafði ekki for­­sendur til að taka á­­kvörðun um hvort starfs­­mönnum væri heimilt að taka þátt í út­­boðinu hinn 22. mars 2022 á grund­velli reglna máls­­aðila um ráð­­stafanir gegn hags­muna­á­­rekstrum. Þá gerði máls­­aðili ekki allar við­eig­andi ráð­­stafanir til að greina og koma í veg fyrir eða takast á við hags­muna­á­­rekstra vegna þátt­töku starfs­manna máls­­aðila í út­­boðinu,“ segir í sam­komu­laginu.

„Enn fremur skorti á að máls­­aðili tryggði full­­nægjandi að­skilnað Fyrir­­­tækja­ráð­gjafar og Verð­bréfa­­miðlunar, gerði full­­nægjandi ráð­­stafanir til að upp­­­færa innri reglur og stefnu máls­­aðila um hags­muna­á­­rekstra í sam­ræmi við lög um markaði fyrir fjár­­mála­­gerninga og færi að innri reglum og verk­lagi sem máls­­aðili hafði sett sér um hags­muna­á­­rekstra.“

Ís­lands­banki hafði ekki til staðar tryggt kerfi innra eftir­­lits sem birtist í því að bankinn fram­­kvæmdi ekki á­hættu­mat í tengslum við að­komu sína að sölu­­ferlinu.

Átta almennir fjárfestar rangt skráðir

Segir í samkomulaginu að Ís­lands­banki braut gegn laga­­skyldum sem á honum hvíla þegar hann hvorki hljóð­­ritaði né varð­veitti sím­tals­­upp­­tökur á­­samt því að hafa ekki gripið til allra til­­tækra ráð­­stafana til að tryggja að starfs­­menn ættu að­eins í sam­­skiptum við
við­­skipta­vini sem máls­­aðili gæti varð­veitt og af­­ritað.

„Þá beitti máls­­aðili ekki á­hættu­miðuðu eftir­­liti, hæfi­­legu að um­­­fangi, með upp­­tökum/skrám um við­­skipti og fyrir­­­mæli, en hlítni við reglur um hljóð­­upp­­tökur hafði verið
við­varandi vanda­­mál hjá máls­­aðila um langt skeið. Máls­­aðili flokkaði átta við­­skipta­vini, sem voru al­­mennir fjár­­festar, sem fag­fjár­­festa án þess að skil­yrði laga til þess hafi verið upp­­­fyllt, hafði ýmist frum­­kvæði að og/eða hvatti við­­skipta­vini til að óska eftir því að fá stöðu fag­fjár­­festis og þar með af­sala sér þeirri réttar­vernd sem flokkun sem al­­mennur fjár­­festir veitir.“

Ís­lands­banki breytti jafn­­framt flokkun við­­skipta­vina sem tóku þátt í út­­boði sem einungis var ætlað hæfum fjár­­festum eftir að það hófst og allt fram að upp­­­gjöri við­­skipta. Segir einnig í sam­komu­laginu að Ís­lands­banki bað fram­­fylgja innri reglum og verk­lagi sem máls­­aðili hefur sett sér við flokkun við­­skipta­vina.

Villandi upplýsingagjöf til Bankasýslunnar

Þá veitti Ís­lands­banki veitti Banka­­sýslu ríkisins villandi upp­­­lýsingar um fyrir­­­liggjandi
til­­­boð í til­­­boðs­­bókinni sem lögð var fyrir Banka­­sýsluna að kvöldi 22. mars 2022 með því að upp­­­lýsa ekki um að al­­mennir fjár­­festar stæðu að baki til­­­boði Eigna­­stýringar máls­­aðila og að til­­­boðin hefðu verið lögð fram með sama hætti og til­­­boð við­­skipta­vina Verð­bréfa­­miðlunar og Fyrir­­­tækja­ráð­gjafar.

„Þar af leiðandi fékk Banka­­sýslan ekki upp­­­lýsingar um nöfn þátt­tak­enda og fjár­hæð til­­­boða frá hverjum og einum þrátt fyrir að upp­­­lýsingar þess efnis lægju fyrir hjá máls­­aðila. Banka­­sýslu ríkisins voru einnig veittar villandi upp­­­lýsingar um flokkun þátt­tak­enda í út­­boðinu þar sem níu við­­skipta­vinir máls­­aðila sem stóðu að baki til­­­boðum í til­­­boðs­­bókinni sem lögð var til grund­vallar rök­studdu mati Banka­­sýslunnar til fjár­­mála- og efna­hags­ráð­herra voru ekki flokkaðir sem fag­fjár­­festar á því tíma­­marki.“

Ís­lands­banki veitti síðan við­­skipta­vinum Eigna­­stýringar rangar og villandi upp­­­lýsingar, gegn betri vitund, í níu til­­­fellum um að lág­­marks­­fjár­hæð til­­­boða í út­­boðinu væri 20
milljónir króna þegar ekki var um slíka skil­­mála að ræða.

„Skað­­leg á­hrif á traust og trú­verðug­­leika“

Í samkomulaginu segir að Íslandsbanki upp­­­fyllti ekki að öllu leyti skylduna til að starfa heiðar­­lega, af sann­­girni og fag­­mennsku í sam­ræmi við eðli­­lega og heil­brigða við­­skipta­hætti, með trú­verðug­­leika fjár­­mála­­markaðarins og hags­muni við­­skipta­vina að leiðar­­ljósi við undir­­búning og fram­­kvæmd út­­boðsins.

Með þeirri hátt­­semi að bjóða al­­mennum fjár­­festum að taka þátt í út­­boði sem ein­­göngu var ætlað hæfum fjár­­festum virti máls­­aðili ekki út­­boðs­skil­­mála Banka­­sýslunnar og
gætti því ekki að hags­munum hennar af því að farið væri að skil­­málum
út­­boðsins.

„Um sölu á ríkis­­eign var að ræða og voru hluta­bréf í máls­­aðila sjálfum boðin til sölu sem hefði átt að leiða til þess að máls­­aðili vandaði sér­­stak­­lega til verka við fram­­kvæmd þess. Hátt­­semi máls­­aðila er til þess fallin að hafa skað­­leg á­hrif á traust og trú­verðug­­leika fjár­­mála­­markaða. Hátt­­semi máls­­aðila sem lýst hefur verið felur í sér al­var­­leg brot á mikil­­vægum á­­kvæðum laga um markaði fyrir fjár­­mála­­gerninga og lögum um fjár­­mála­­fyrir­­­tæki,“ segir í sam­komu­laginu.

Sem fyrr segir féllst Ís­lands­banki á sam­komu­lagið og mun bankinn greiða 1,2 milljarða króna í sekt vegna málsins sem er hæsta sekt sem ís­lenskt fjár­mála­fyrir­tæki hefur greitt.