Stjórn Tesla hefur skipað sér­staka nefnd sem vinnur nú að endur­skoðun á kaup­auka­kjörum Elon Musk for­stjóra félagsins.

Til skoðunar er hvort leggja eigi fram nýjan samning eða aðrar leiðir til að bæta Muski fyrir störf sín, komi til þess að upp­haf­legi samningurinn frá 2018 verði ekki endur­heimtur fyrir dómstólum í Delaware.

Sam­kvæmt heimildum Financial Times skipa tveir stjórnar­menn nefndina: stjórnar­for­maðurinn Robyn Den­holm og Kat­hleen Wil­son-Thomp­son. Sú síðar­nefnda leiddi áður sér­staka nefnd sem mat 2018 samninginn eftir að honum var hafnað af dómstól.

Laga­legur hnútur og stórar fjár­hæðir

Árið 2018 samþykkti stjórn Tesla stærsta kaup­auka­kerfi í sögu bandarískra fyrir­tækja. Musk fékk árangurs­tengda út­hlutun á 304 milljónum hluta í félaginu en bréfin voru metin á allt að 146 milljarða dala þegar mest lét.

Sam­kvæmt samningnum fékk Musk rétt til að nýta réttindin árið 2023 eftir að fyrir­tækið náði metnaðar­fullum fjár­hags- og verðmæta­skil­yrðum.

Í janúar 2024 úr­skurðaði dómari í Delaware, Kat­haleen McCormick, samninginn ólög­mætan.

Hún taldi stjórnina hafa skort sjálf­stæði og gagn­rýndi nánast blint traust hennar á Musk.

Í dómnum sagði hún að stjórnar­menn hefðu hagað sér „eins og undir­gefnir þjónar gagn­vart drottnandi yfir­manni.“

Óvissa um fram­haldið

Nýja nefndin hefur haft sam­band við stærri hlut­hafa til að fá fram sjónar­mið þeirra um áfram­haldandi for­ystu­hlut­verk Musks og mögu­lega um­bun fyrir fyrri árangur.

Til skoðunar er meðal annars hvort Musk eigi að fá nýjan kaup­auka­samning sem yrði árangurs­tengdur eða hvort aðrar leiðir skulda skoðaðar sem ekki kalla fram miklar bók­halds­legar skuld­bindingar eða skatt­byrði.

Ef upp­haf­legi samningurinn fær grænt ljós frá hæstarétti Delaware-ríkis eykst hlutur Musks í Tesla úr rúmum 13% í yfir 20%.

Musk hótar brott­hvarfi

Musk hefur gert það að skil­yrði fyrir áfram­haldandi for­ystu sinni að hann fái aukin áhrif og meiri eignar­hlut í Tesla.

Hann hefur haldið því fram að án að minnsta kosti 25% hluta­fjár geti hann hvorki tryggt sig gegn öðrum hlut­höfum né stýrt gervi­greindar­deild Tesla á ábyrgan hátt.

Sam­hliða þessu hefur hann stofnað og fært saman tvö ný gervi­greindar­fyrir­tæki undir merkjum X, áður Twitter, og xAI.

Fjar­vera hans frá dag­legum rekstri Tesla hefur vakið at­hygli fjár­festa og dregið úr trausti á ein­beitingu hans að bíla­fram­leiðslunni.

Á síðustu misserum hefur um­ræðan um tengsl Musks við Donald Trump og þátt­töku hans í stjórn­málum valdið vaxandi gagn­rýni.

Sala raf­bíla hefur dalað í Bandaríkjunum og Evrópu og vöxtur í Kína minnkað í kjölfar harðnandi sam­keppni og tolla­stríðs Trumps.

Þrátt fyrir að Musk hafi lofað í apríl að verja „mun meiri tíma í Tesla“ og auka viðveru á aðal­stöðvum fyrir­tækisins í Austin, Texas, hefur hluta­bréfa­verð félagsins ekki náð sér að fullu á strik.

Gengi bréfanna er enn um 32% lægra en í desember.