Þrota­bú WOW air hefur höfðað ellefu riftunar­mál vegna greiðslna til kröfu­hafa í að­draganda gjald­þrots flug­fé­lagsins í mars 2019.

Skúla Mogen­sen, fyrrum for­stjóra flug­fé­lagsins og eig­anda, er stefnt til greiðslu skaða­bóta í öllum málunum en fyrr­verandi stjórn­endum er stefnt í níu málunum en FF7 greindi fyrst frá.

Lög­mennirnir Sveinn Andri Sveins­son og Þor­steinn Einars­son eru skipta­stjórar þrota­búsins en um­ræddir stjórnar­menn eru Liv Berg­þórs­dóttir, stjórnar­for­maður og Helga Hlín Hákonar­dóttir og Davíð Más­son.

Þrota­bú WOW air hefur höfðað ellefu riftunar­mál vegna greiðslna til kröfu­hafa í að­draganda gjald­þrots flug­fé­lagsins í mars 2019.

Skúla Mogen­sen, fyrrum for­stjóra flug­fé­lagsins og eig­anda, er stefnt til greiðslu skaða­bóta í öllum málunum en fyrr­verandi stjórn­endum er stefnt í níu málunum en FF7 greindi fyrst frá.

Lög­mennirnir Sveinn Andri Sveins­son og Þor­steinn Einars­son eru skipta­stjórar þrota­búsins en um­ræddir stjórnar­menn eru Liv Berg­þórs­dóttir, stjórnar­for­maður og Helga Hlín Hákonar­dóttir og Davíð Más­son.

Öll málin eiga sér langan að­draganda en þrota­búið höfðaði mál upp­haf­lega árið 2020 fyrir héraðs­dómi en öll málin hafa farið fram og til baka í dóms­kerfinu þar sem tekist hefur verið á um van­hæfi dómara, frá­vísun o. fl.

„Það er búið leika alla leiki sem hægt er að hugsa sér en nú er málið loksins komið á enda­stöð og mál­flutningur verður í októ­ber,“ segir Þor­steinn skipta­stjóri í sam­tali við Við­skipta­blaðið.

Sækja milljarða í bætur

Öll ellefu málin snúa að því að rifta greiðslum sem áttu sér stað skömmu fyrir gjald­þrotið.

Að sögn skipta­stjóra var kröfu­höfum mis­munað, þar sem til­teknum kröfu­höfum var greitt en öðrum ekki, en slíkt er brot á lögum um gjald­þrota­skipti.

Þrota­búið krefst þess að öllum greiðslum verði rift og að stjórn­endur greiði skaða­bætur fyrir sömu upp­hæð. Um er að ræða hátt í tveggja milljarða króna bætur auk dráttar­vaxta.

Að sögn Þor­steins er búið að taka frá um þrjár vikur í mál­flutning í haust.