Ný sjö manna stjórn Íslandsbanka var kjörin á hluthafafundi bankans sem hófst kl. 11 í morgun. Fjórar breytingar verða á stjórninni en Linda Jónsdóttir, Stefán Pétursson, Helga Hlín Hákonardóttir og Haukur Örn Birgisson koma ný inn í stjórnina.

Linda, sem starfar sem framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs hjá Marel, var jafnframt kjörin formaður stjórnar Íslandsbanka.

Ný sjö manna stjórn Íslandsbanka var kjörin á hluthafafundi bankans sem hófst kl. 11 í morgun. Fjórar breytingar verða á stjórninni en Linda Jónsdóttir, Stefán Pétursson, Helga Hlín Hákonardóttir og Haukur Örn Birgisson koma ný inn í stjórnina.

Linda, sem starfar sem framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs hjá Marel, var jafnframt kjörin formaður stjórnar Íslandsbanka.

Af þeirri sjö manna stjórn sem var kjörin á aðalfundi bankans í mars höfðu Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson tilkynnt um að þau hygðust ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu fyrir fundinn í dag. Valgerður Skúladóttir, sem tók sæti í stjórninni eftir aðalfundinn náði ekki kjöri á hluthafafundinum í dag.

Eftirfarandi sjö einstaklingar skipa nú stjórn Íslandsbanka eftir stjórnarkjöfið á fundinum, þar sem margfeldiskosning var viðhöfð:

  • Agnar Tómas Möller, stjórnarmaður frá mars 2023
  • Anna Þórðardóttir, stjórnarmaður frá apríl 2016
  • Frosti Ólafsson, stjórnarmaður frá mars 2020
  • Haukur Örn Birgisson, nýr í stjórn
  • Helga Hlín Hákonardóttir, ný í stjórn
  • Linda Jónsdóttir, ný í stjórn
  • Stefán Pétursson, nýr í stjórn

Fram kom að hluthafar sem halda á samtals 79,25% eignarhlut í bankanum skráðu sig til þátttöku á fundinum. Það er mesta þátttaka á einum hluthafafundi hjá bankanum frá skráningu hans í Kauphöllina sumarið 2021.

Ellefu einstaklingar buðu sig fram til stjórnar Íslandsbanka á hluthafafundinum. Ásgeir Brynjar Torfason, Elín Jóhannesdóttir, Frosti Sigurjónsson og Valgerður Skúladóttir hlutu ekki kjör í stjórnina.

Niðurstöður stjórnarkjörsins.