Richard Davies, vara­for­maður stjórnar Al­vot­ech, hefur keypt hluta­bréf í félaginu fyrir rúm­lega 200.000 Bandaríkja­dali, sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu sem send var Fjár­mála­eftir­liti Lúxem­borgar (CSSF).

Við­skiptin fóru fram mið­viku­daginn 14. maí síðastliðinn og náðu til 19.988 hluta á genginu 10,18 Bandaríkja­dalir á hlut, sem gerir sam­tals fjár­hæð upp á 203.872 dali. Á gengi dagsins er um 26,5 milljónir ís­lenskra króna að ræða.

Til­kynningin var birt fimmtu­daginn 15. maí og skráð sam­kvæmt reglum Evrópu­sam­bandsins um opin­bera upp­lýsinga­gjöf um við­skipti stjórn­enda. Þar kemur fram að um sé að ræða bein kaup af hálfu stjórnar­mannsins sjálfs, ekki í gegnum tengda aðila.

Við­skiptin voru fram­kvæmd utan skipu­legs verðbréfa­markaðar. Engin viðbótar­skýring fylgir um til­efni við­skiptanna, en kaup stjórn­enda í eigin félagi eru jafnan túlkuð sem merki um trú á framtíðar­horfur fyrir­tækisins.

Al­vot­ech birti ár­st­hluta­upp­gjör í byrjun mánaðar en þar segir að félagið geri ráð fyrir að heildar­tekjur félagsins í ár verði á bilinu 600-700 milljónir dala, en til saman­burðar gerði af­komu­spáin sem félagið birti í lok mars ráð fyrir að heildar­tekjur verði á bilinu 570-670 milljónir dala.

Ný af­komu­spá gerir ráð fyrir að aðlöguð EBITDA fram­legð verði á bilinu 200-280 milljónir dollara en fyrri spá gerði ráð fyrir 180-260 milljónum dala.

Al­vot­ech til­kynnti í mars að fyrir­tækið hefði keypt þróunar­starf­semi sænska líftækni­fyrir­tækisins Xbra­ne Biop­harma AB fyrir um 3,6 milljarða ís­lenskra króna.

Sam­hliða kaupunum myndi Al­vot­ech í fram­haldinu skoða mögu­lega skráningu í kaup­höllinni í Stokk­hólmi með út­gáfu sænskra heimilda­skír­teina (SDR).