Fyrrum forstjóri og tveir háttsettir stjórnendur Wirecard voru í dag dæmdir til að greiða 140 milljónir evra, eða um 21,5 milljarða króna, auk vaxta í skaðabætur til þrotabús þýska fjártæknifyrirtækisins.

Fyrrum forstjóri og tveir háttsettir stjórnendur Wirecard voru í dag dæmdir til að greiða 140 milljónir evra, eða um 21,5 milljarða króna, auk vaxta í skaðabætur til þrotabús þýska fjártæknifyrirtækisins.

Markus Braun, fyrrum forstjóri og andlit Wirecard, Alexande von Knoop, fyrrum fjármálastjóri félagsins, og Susanne Steidl, fyrrum vörustjóri, voru dæmd persónuleg ábyrg vegna taps af ótryggðum lánum sem fjártæknifyrirtækið veitti samstarfsfélagi sínu í Singapúr, sem talið er að hafi verið notað fyrir svikastarfsemi. Þýska félagið fékk lánið aldrei greitt til baka.

Wirecard varð gjaldþrota í júní 2020, örfáum dögum eftir að félagið greindi frá 1,9 milljarða evra af fjármunum félagsins væru ekki til.

Í umfjöllun Financial Times segir að Wirecarrd hafi veitt ríflega 100 milljónir evra til eins félags, sem var lýst sem samstarfsaðili í Asíu, í mars 2020, örfáum mánuðum fyrir fall fjártæknifyrirtækisins. Um 35 milljónum evra af þessari fjárhæð rann til Braun sem nýtti fjármunina til greiða upp persónulegt lán sem hann hafði tekið frá Wirecard.

Dómstóll í Munich taldi að ofangreindir stjórnendur hafi brotið gegn skyldum sínum gagnvart félaginu með því að fara ekki fram á veð gegn 100 milljóna evra láninu, þrátt fyrir að mótaðilinn hefði áður farið í vanskil.

Dómurinn er ekki lagalega bindandi enn sem komið samkvæmt þýskum lögum þar sem stjórnendurnir eiga rétt á að áfrýja. Í frétt Reuters segir að umrætt mál sé aðskilið frá stærstu málaferlunum gegn Braun og öðrum fyrrverandi stjórnendum Wirecard.