Stjórnendur alþjóðlega endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækisins Ernst & Young (EY) hafa samþykkt áform um að skipta fyrirtækinu upp þar sem ráðgjafarþjónustan verður seld eða skráð á markað. Financial Times greinir frá.

Hinir ríflega 13 þúsund meðeigendur EY munu nú kjósa um uppstokkunina en ljóst er að ef af henni verður myndi það marka eina róttækustu breytingu síðustu ára í endurskoðunariðanðinum.

Sjá einnig: Sögu­leg upp­stokkun gæti orðið að Salómons­dómi

EY, eitt af fjögur stóru endurskoðunarfyrirtækjum heims ásamt Delotite, KPMG og PwC, er net af aðildarfélögum i 150 löndum.

Einrómur var meðal stjórnenda fimmtán stærstu aðildarfélaganna, sem vega um 80% af 45 milljarða dala tekjum samsteypunnar, um að leyfa meðeigendunum að kjósa um uppstokkunina að sögn Carmine Di Sibio, stjórnarformanns og forstjóra alþjóðlegu samstæðunnar.