Fjórir stjórn­endur Hampiðjunnar hafa keypt hluta­bréf fyrir rúmar 100 milljónir króna í félaginu í tengslum við kaup­auka vegna áranna 2023 og 2024.

Kaupaukinn byggist á samningi sem stjórn ákvað að gera á grundvelli starfskjarastefnu Hampiðjunnar sem samþykkt var á aðalfundi 2023. Samningurinn var skilyrtur við að andvirði kaupaukans yrði ráðstafað til kaupa á hlutum í félaginu að teknu tilliti

Sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu félagsins keypti Hjörtur Er­lends­son, for­stjóri Hampiðjunnar, alls 500.000 hluti á genginu 113,5 krónur á hlut. Heildar­fjár­hæð við­skiptanna nam því 56,75 milljónum króna.

Emil Viðar Eyþórs­son, fjár­mála­stjóri félagsins, keypti 320.000 hluti á sama gengi, fyrir sam­tals 36,32 milljónir króna.

Árni Skúla­son, fram­leiðslu­stjóri Hampiðjan Ís­land ehf., keypti 60.000 hluti fyrir 6,81 milljón króna og Jón Oddur Davíðs­son, fram­kvæmda­stjóri Hampiðjan Ís­land ehf., keypti einnig 60.000 hluti fyrir sömu fjár­hæð.

Í heildina er kaupverð bréfanna 106,69 milljónir króna en við­skiptin fóru fram eftir lokun markaða á föstu­daginn.

Hluta­bréfa­verð Hampiðjunnar lækkaði ör­lítið í fyrstu við­skiptum dagsins og stendur gengi félagsins í 113 krónum þegar þetta er skrifað.