Fjórir stjórnendur Hampiðjunnar hafa keypt hlutabréf fyrir rúmar 100 milljónir króna í félaginu í tengslum við kaupauka vegna áranna 2023 og 2024.
Kaupaukinn byggist á samningi sem stjórn ákvað að gera á grundvelli starfskjarastefnu Hampiðjunnar sem samþykkt var á aðalfundi 2023. Samningurinn var skilyrtur við að andvirði kaupaukans yrði ráðstafað til kaupa á hlutum í félaginu að teknu tilliti
Samkvæmt kauphallartilkynningu félagsins keypti Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, alls 500.000 hluti á genginu 113,5 krónur á hlut. Heildarfjárhæð viðskiptanna nam því 56,75 milljónum króna.
Emil Viðar Eyþórsson, fjármálastjóri félagsins, keypti 320.000 hluti á sama gengi, fyrir samtals 36,32 milljónir króna.
Árni Skúlason, framleiðslustjóri Hampiðjan Ísland ehf., keypti 60.000 hluti fyrir 6,81 milljón króna og Jón Oddur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hampiðjan Ísland ehf., keypti einnig 60.000 hluti fyrir sömu fjárhæð.
Í heildina er kaupverð bréfanna 106,69 milljónir króna en viðskiptin fóru fram eftir lokun markaða á föstudaginn.
Hlutabréfaverð Hampiðjunnar lækkaði örlítið í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur gengi félagsins í 113 krónum þegar þetta er skrifað.