Tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds, sem er skráð á First North-markaðinn, tryggði sér á dögunum 175 milljóna króna fjármögnun í formi útgáfu útgáfu skuldabréfa með breytirétti.
Hluthafar félagsins skráðu sig fyrir kaupum á bréfum að andvirði 215 milljónir króna, sem samsvarar 23% umframeftirspurn miðað við það magn sem samþykkt var á hluthafafundi þann 10. janúar síðastliðinn.
Af hinum 175 milljónum keyptu tveir stjórnendur, þrír stjórnarmenn og einn aðili tengdur stjórnarmanni skuldabréf með breytirétti fyrir samtals 86,8 milljónir króna, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.
Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Solid Clouds, keypti skuldabréf fyrir 41,7 milljónir króna. Þá keypti sonur hans bréf fyrir 11,9 milljónir króna.
Skúli Skúlason, sem situr í stjórn félagsins, keypti breytanleg skuldabréf upp á 14 milljónir króna. Varaformaður stjórnar, Davíð Gunnarsson, keypti bréf fyrir 1,8 milljónir.
Forstjóri Solid Clouds, Stefán Gunnarsson, keypti skuldabréf fyrir 3 milljónir króna og fjármálastjórinn Stefán Þór Björnsson keypti fyrir 14,4 milljónir.
Kaup stjórnenda á breytanlegum skuldabréfum
Kaupverð |
41.690.764 |
11.871.796 |
1.844.900 |
14.000.000 |
14.416.588 |
14.000.000 |
Skuldabréfin eru á gjalddaga 15. september 2025 og bera 15% fasta vexti og hafa breytirétt í hluti í félaginu miðað við gengið 1 króna fyrir hvern hlut nafnverðs.
Skuldabréfaútgáfan er hluti af stærra fjármögnunarferli sem tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum.
Hluthafar félagsins samþykkti á ofangreindum fundi í janúar að veita stjórn heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 300 milljónir hluta vegna framhaldsviðræðna við hæfa fjárfesta og aðra eins heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir hluta, til að bjóða hluthöfum að skrá sig fyrir nýjum hlutum í félaginu.