Endur­koma Donald Trump til Hvíta hússins hefur skapað mikla óvissu um framtíð yfir 300 milljarða dala al­ríkis­fjár­mögnunar á inn­viða­verk­efnum í Bandaríkjunum.

Sam­kvæmt Financial Times óttast fjár­festar að um­fangs­miklar fram­kvæmdir í tengslum við græn orku­skipti verði settar á ís, þar sem ný ríkis­stjórn hefur hafist handa við að snúa við stefnu Joe Biden.

Strax á fyrsta degi í em­bætti undir­ritaði Trump fjölda for­seta­til­skipana, þar á meðal eina sem stöðvar greiðslur frá ríkinu til fram­leiðenda og fram­kvæmda­aðila á inn­viðum.

Þetta hefur áhrif á fjár­muni sem veittir voru sam­kvæmt tveimur helstu laga­frum­vörpum Biden, lögum til að ná niður verðbólgunni (Inflation Reduction Act) og frum­varpi um inn­viða­upp­byggingu, sem naut stuðnings beggja flokka í þinginu.

Sam­kvæmt greiningu Financial Times er um að ræða nærri 50 milljarða dala lán sem þegar hefur verið samþykkt af Orkumálaráðu­neyti Bandaríkjanna og 280 milljarða dala beiðnir sem eru í vinnslu.

Stór verk­efni í hættu

Meðal þeirra verk­efna sem strax hafa lent í óvissu eru 9 milljarða dala lán til orku­fyrir­tækisins DTE Ener­gy í Michigan og 3,5 milljarða dala lán til Pa­cifiCorp í Oregon.

Pa­cifiCorp stað­festi við FT að fyrir­tækið væri að vinna með ráðu­neytinu að skil­yrðum lána­trygginga, en DTE Ener­gy hefur ekki tjáð sig.

„Ef þú ert með styrki, lána­tryggingar eða fjár­mögnun sem tengdist verðbólgulögunum og peningarnir hafa ekki verið greiddir út enn þá, er ólík­legt að það gerist undir stjórn Trump,“ segir Rob Barnett, sér­fræðingur hjá Bloom­berg Intelli­gence.

Áhrif á græna orku

For­seta­til­skipanirnar hafa valdið ólgu á markaði með hreina orku og skaðað traust fjár­festa til stefnu Bandaríkjanna í orku­skiptum. Fjár­festar óttast einnig að 300 milljarða dala fjár­mögnun, einkum úr inn­viðalögunum, verði nú frystir.

„Þessar ákvarðanir gera það erfiðara að fá að­gang að al­ríkis­fjár­magni fyrir fram­leiðslu á raf­hlöðum og raf­bílum, sem eykur áhættu fyrir verk­efni sem þegar eru komin af stað,“ segir Shay Natara­jan hjá fjár­festingar­sjóði Mobility Impact Partners.

Vaxandi óvissa

Fram­leiðendur á borð við Tesla, Rivian og danska fyrir­tækið Ørsted urðu fyrir skarpri lækkun á hluta­bréfa­verði í kjölfar yfir­lýsinga Trump, sem meðal annars til­kynnti að hann hygðist stöðva upp­byggingu vindorku­vera á landi í eigu ríkisins.

Í þessari viku til­kynnti ítalski fram­leiðandinn Prysmian Group að hann hætti við áform um byggingu verk­smiðju í Massachusetts, sem átti að fram­leiða kapla fyrir vindorku­geirann. Einnig hefur þýska fyrir­tækið RWE dregið úr starf­semi sinni á sviði vindorku í Bandaríkjunum.

Sam­kvæmt nýjustu tölum Rystad Ener­gy er ólík­legt að 25 GW af vindorku­verk­efnum í Bandaríkjunum – 65% verk­efna í þróun – verði fram­kvæmd undir stjórn Trump.

„Þegar fjár­festar skynja skort á stöðug­leika í bandarískum orku­markaði hefur það langtíma neikvæð áhrif á getu okkar til að laða fjár­magn að,“ segir Eli Hinckl­ey, sér­fræðingur hjá lög­manns­stofunni Baker Botts.