Arnar Þór Ragnarsson, Heiðar Ingi Ólafsson og Ari Ólafsson sem leit hafa sérhæfðar fjárfestingar hjá Stefni, dótturfélagi Arion banka, undanfarin ár hafa stofnað félagið Aldir ehf. sem hefur þann skráða tilgang að vera rekstraraðili sérhæfðra sjóða.

Félagið er í eigu Arnars, Heiðars og Ara.

Þeir sögðu upp hjá Stefni á síðasta ári eftir að hugmyndir um stofnun nýs sjóðastýringarfyrirtækis í samstarfi við Arion banka, sem þremenningarnir yrðu hluthafar í, náðu ekki fram að ganga.

Stefnir auglýsti skömmu fyrir jól eftir nýjum forstöðumanni sérhæfðra fjárfestinga. Stefnir hefur stofnað fjóra slíka fjárfestingarsjóði sem fjárfesta hafa fyrir alls um 28 milljarða króna hér á landi.

Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.