Reed Hastings, annar stofnenda streymisveitunnar Netflix, hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri félagsins. Hastings sagði í bloggfærslu að hann hefði í auknum mæli falið öðrum stjórnendum að annast reksturinn og að nú sé rétti tíminn til stíga frá borði.

Frá árinu 2020 hefur Hastings deilt forstjórahlutverkinu með Ted Sarandos. Félagið hyggst halda þessu skipulagi áfram en Greg Peters, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs (COO) félagsins, tekur við öðrum forstjórastólnum af Hastings, sem verður þó áfram hjá Netflix sem stjórnarformaður.

Hastings stofnaði Netflix ásamt Marc Randolph árið 1997 sem leiguþjónusta með DVD-diska sem viðskiptavinir fengu afhent með pósti.

Reed Hastings, annar stofnenda streymisveitunnar Netflix, hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri félagsins. Hastings sagði í bloggfærslu að hann hefði í auknum mæli falið öðrum stjórnendum að annast reksturinn og að nú sé rétti tíminn til stíga frá borði.

Frá árinu 2020 hefur Hastings deilt forstjórahlutverkinu með Ted Sarandos. Félagið hyggst halda þessu skipulagi áfram en Greg Peters, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs (COO) félagsins, tekur við öðrum forstjórastólnum af Hastings, sem verður þó áfram hjá Netflix sem stjórnarformaður.

Hastings stofnaði Netflix ásamt Marc Randolph árið 1997 sem leiguþjónusta með DVD-diska sem viðskiptavinir fengu afhent með pósti.

Hlutabréf Netflix hækka um 5,5%

Samhliða tilkynningu um breytt skipurit birti Netflix uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung 2022. Áskrifendum streymisveitunnar fjölgaði um 7,7 milljónir á fjórðungnum, talsvert yfir spám greiningaraðila, að því er kemur fram í frétt Financial Times. Félagið hafði sjálft gert ráð fyrir að áskrifendum myndi fjölga um 4,5 milljónir á tímabilinu.

Hlutabréf Netflix hafa hækkað um 5,5% í viðskiptum fyrir opnun markaða.