Hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson, stofnendur Lava Show, hafa fest kaup á 257 fermetra einbýlishúsi að Lækjarási 5 í Garðabæ.
Kaupverð hússins nam 199,9 milljónum króna og fermetraverð nam því um 778 þúsund krónum. Hjónin keyptu húsið af Guðnýju Stefánsdóttur.
Þau opnuðu Lava Show fyrst í Vík í Mýrdal árið 2018 en fjórum árum síðar bættist annað Lava Show við úti á Granda. Ragnhildur og Júlíus Ingi eiga í dag rúmlega 40% hlut í Lava Show.
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.