Vinsældir sígilda Uno kortaleiksins virðast aðeins vera að aukast en samkvæmt Mattel, sem framleiðir Uno, var að meðaltali einn stokkur seldur á hverri sekúndu í Bandaríkjunum í fyrra. Eru það um 60 stokkar á hverri mínútu en til samanburðar voru um 17 stokkar seldir á hverri mínútu árið 2021.

Vinsældir sígilda Uno kortaleiksins virðast aðeins vera að aukast en samkvæmt Mattel, sem framleiðir Uno, var að meðaltali einn stokkur seldur á hverri sekúndu í Bandaríkjunum í fyrra. Eru það um 60 stokkar á hverri mínútu en til samanburðar voru um 17 stokkar seldir á hverri mínútu árið 2021.

Leikurinn kom fyrst út árið 1972 en í dag eru fleiri en 600 útgáfur af leiknum til.

Aðstoðarforstjóri Mattel segir í samtali við CNN að fyrir árslok muni þau líklega gefa út fleiri en 50 nýjar útgáfur af spilinu en það sem af er ári hefur Mattel gefið út 27 nýja stokka, þar á meðal einn sem ber heitið „Sýndu þeim enga miskunn“.