Breska matarsendingarfyrirtækinu Deliveroo barst byrjun mánaðar yfirlýsing frá bandaríska matarsendingarrisanum DoorDash um áhuga á kaupum á öllum hlutabréfum í Deliveroo fyrir 2,4 dali á hlut, að því er kemur fram í frétt Wall Street Journal.
Deliveroo tilkynnti að stjórn félagsins væri hugsanlega reiðubúin að mæla með slíku tilboði við hluthafa sína, að því gefnu að formlegt tilboð yrði lagt fram á þessum forsendum. Með hliðsjón af um 1,5 milljörðum útistandandi hluta metur tilboð DoorDash virði Deliveroo á um 3,6 milljarða dala.
Deliveroo hefur staðfest að stjórn félagsins hafi átt í samskiptum við DoorDash vegna áhugans og veitt fyrirtækinu aðgang að nauðsynlegum gögnum vegna áreiðanleikakönnunar.
Hins vegar tók fyrirtækið fram að enn væri óvíst hvort formlegt tilboð yrði gert. DoorDash hefur frest til 23. maí til að leggja fram tilboð.
Samruninn hefur verið í umræðunni í nokkurn tíma en Reuters greindi frá því í júní í fyrra að fyrirtækin hefðu átt í samningaviðræðum.