Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG) hagnaðist um 289 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 4,9 milljarða hagnað árið áður.
Sala á 2,1% hlut félagsins í Kerecis til Coloplast sumarið 2023 varð til þess að hagnaður þess árs var óvenju mikill.
Tekjur námu 10,9 milljörðum, samanborið við 7,1 milljarð árið áður. Munaði þar mest um að tekjur Háafells, fiskeldisfélags í eigu HG, jukust úr 595 milljónum í 4,9 milljarða.
Einar Valur Kristjánsson er framkvæmdastjóri HG.
Lykiltölur / Hraðfrystihúsið Gunnvör
2023 | |||||||
7.119 | |||||||
24.665 | |||||||
10.074 | |||||||
4.890 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.