Samkeppniseftirlitið hefur greitt um 120 milljónir af ráðstöfunarfé sínu til lögmannstofunnar Lagastoðar frá og með árinu 2022, samkvæmt opnum reikningum ríkisins.
Um er að ræða töluverða aukningu frá fyrri árum ef marka má svör ferðamála-, iðnaðar – og nýsköpunarráðuneytisins frá árinu 2019 um aðkeypta þjónustu og ráðgjöf Samkeppniseftirlitsins á tímabilinu 2010 til 2018.
Það verður þó að setja varnagla á þær tölur þar sem þær eru ekki í samræmi við þær upphæðir sem finna má í opnum reikningum.
Samkvæmt svörum ráðuneytisins á vef Alþingis fékk Lagastoð einungis greiddar 4.892.420 krónur fyrir vinnu vegna stjórnsýslumáls árið 2018. Opnir reikningar ríkisins ná einungis aftur til mars 2018 en frá marsmánuði og til ársloka greiddi Samkeppniseftirlitið um 20 milljónir króna til Lagastoðar. Þrír reikningar frá Lagastoð árið 2018 sem voru greiddir, 15. júní, 26. september og 10. október, voru fyrir meira en 3,5 milljónir króna hvor.
Viðskiptablaðið óskaði eftir upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu um heildargreiðslur stofnunarinnar fyrir aðkeypta þjónustu frá lögmannsstofum á tímabilinu 2017 til 2024 fyrst í maí en fékk engin svör. Fyrirspurnin var ítrekuð aftur í júní þar sem hún var einnig send á Ásgeir Einarsson, aðstoðarforstjóra Samkeppniseftirlitsins, í von um svör eða að hún myndi rata á réttan stað. Engin svör bárust frá embættinu.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði