Sam­keppnis­eftir­litið hefur greitt um 120 milljónir af ráð­stöfunar­fé sínu til lög­manns­stofunnar Laga­stoðar frá og með árinu 2022, sam­kvæmt opnum reikningum ríkisins. Um er að ræða tölu­verða aukningu frá fyrri árum ef marka má svör ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráðu­neytisins frá árinu 2019 um að­keypta þjónustu og ráð­gjöf Sam­keppnis­eftir­litsins á tíma­bilinu 2010 til 2018.

Það verður þó að setja var­nagla á þær tölur þar sem þær eru ekki í sam­ræmi við þær upp­hæðir sem finna má í opnum reikningum. Sam­kvæmt svörum ráðu­neytisins á vef Al­þingis fékk Laga­stoð einungis greiddar 4.892.420 krónur fyrir vinnu vegna stjórn­sýslu­máls árið 2018.

Opnir reikningar ríkisins ná einungis aftur til mars 2018 en frá mars­mánuði og til árs­loka greiddi Sam­keppnis­eftir­litið um 20 milljónir króna til Laga­stoðar. Þrír reikningar frá Laga­stoð árið 2018 sem voru greiddir, 15. júní, 26. septem­ber og 10. októ­ber, voru fyrir meira en 3,5 milljónir króna hver.

Sam­keppnis­eftir­litið hefur greitt um 120 milljónir af ráð­stöfunar­fé sínu til lög­manns­stofunnar Laga­stoðar frá og með árinu 2022, sam­kvæmt opnum reikningum ríkisins. Um er að ræða tölu­verða aukningu frá fyrri árum ef marka má svör ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráðu­neytisins frá árinu 2019 um að­keypta þjónustu og ráð­gjöf Sam­keppnis­eftir­litsins á tíma­bilinu 2010 til 2018.

Það verður þó að setja var­nagla á þær tölur þar sem þær eru ekki í sam­ræmi við þær upp­hæðir sem finna má í opnum reikningum. Sam­kvæmt svörum ráðu­neytisins á vef Al­þingis fékk Laga­stoð einungis greiddar 4.892.420 krónur fyrir vinnu vegna stjórn­sýslu­máls árið 2018.

Opnir reikningar ríkisins ná einungis aftur til mars 2018 en frá mars­mánuði og til árs­loka greiddi Sam­keppnis­eftir­litið um 20 milljónir króna til Laga­stoðar. Þrír reikningar frá Laga­stoð árið 2018 sem voru greiddir, 15. júní, 26. septem­ber og 10. októ­ber, voru fyrir meira en 3,5 milljónir króna hver.

Viðskiptablaðið óskaði eftir upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu um heildargreiðslur stofnunarinnar fyrir aðkeypta þjónustu frá lögmannsstofum á tímabilinu 2017 til 2024 fyrst í maí en fékk engin svör.

Fyrirspurnin var ítrekuð aftur í júní þar sem hún var einnig send á Ásgeir Einarsson, aðstoðarforstjóra Samkeppniseftirlitsins, í von um svör eða að hún myndi rata á réttan stað. Engin svör bárust frá embættinu.

Á mánudaginn sendi Viðskiptablaðið einnig fyrirspurn á Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, þar sem var óskað eftir upplýsingum um hversu oft embættið hefur þurft að taka til varna fyrir dómstólum og hversu oft embættið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðum dómstóla eða skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Engin svör hafa borist.

Hátt í 8 milljónir á mánuði til Lagastoðar

Samkvæmt þeim gögnum sem finna má í opnum reikningum og svörum ráðuneyta við fyrirspurnum þingmanna má hins vegar sjá að lögfræðikostnaðurinn hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Samkvæmt gögnunum á vef Alþingis sem ná aftur til ársins 2010 má sjá að nær öll aðkeypt lögfræðiþjónusta eftirlitsins er hjá Lagastoð.

Gizur Bergsteinsson, hæstaréttarlögmaður og meðeigandi á Lagastoð, hefur séð um málaflutning í nær öllum málum sem Samkeppniseftirlitið hefur kært eða þurft að taka til varna í.

Hvað varðar upphæðirnar þá spurði Vilhjálmur Árnason ráðuneytið hver kostnaður Samkeppniseftirlitsins hefði verið vegna aðkeyptrar ráðgjafar og þjónustu verktaka á árunum 2010-2018. Heildarkostnaður Samkeppniseftirlitsins af aðkeyptri þjónustu árið 2010 var tæplega 8,9 milljónir sem eru rúmar 15 milljónir að núvirði. Um er að ræða alla aðkeypta þjónustu svo sem ræstingu, öryggismál, símsvörunarþjónustu o.s.frv. en Lagastoð fékk 103.600 krónur frá stofnuninni vegna vinnu við stjórnsýslumál það árið samkvæmt svörum ráðuneytisins.

Í fyrra greiddi Samkeppniseftirlitið hins vegar 52 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Lagastoðar sem reiknast til um 4,3 milljónir króna á mánuði í fyrra. Á tímabilinu janúar til maí á þessu ári hefur Lagastoð fengið um 39 milljónir króna frá Samkeppniseftirlitinu eða um 7,8 milljónir króna á mánuði. Velta Lagastoðar samkvæmt síðasta ársreikningi frá árinu 2022 var 200 milljónir króna. Samkvæmt opnum reikningum greiddi Samkeppniseftirlitið um 29 milljónir króna til stofunnar það árið. Laun og launatengd gjöld hjá Samkeppniseftirlitinu árið 2022 voru 450 milljónir sem eru um 37,5 milljónir á mánuði.

Margar stórar ákvarðanir eftirlitsins hafa komið til kasta dómstóla á síðustu árum. Stundum er embættið að taka til varna í viðfangsmiklum málum en til að mynda kærði Samskip ákvörðun eftirlitsins frá árinu 2023 um meint samráð við Eimskip til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og þó að mikil vinna fari fram innan embættisins er ekkert varhugavert við það að lögfræðiþjónusta aukist í tengslum við slík mál.

Í öðrum málum er eftirlitið þó að nýta sér málskotsheimild sína til að kæra niðurstöður áfrýjunarnefndar samkeppnismála, dóma héraðsdóms og Landsréttar þar sem stofnunin neitar að una niðurstöðum fyrrgreindra aðila. Þetta sést í fimm ára deilu Samkeppniseftirlitsins við Símann í tengslum við enska boltann.

Samkeppniseftirlitið lagði þar 500 milljóna króna sekt á Símann þar sem eftirlitið taldi fjarskiptafyrirtækið hafa brotið á ákvæðum tveggja sátta frá árinu 2015 sem eftirlitið og Síminn gerðu sín á milli. Kærunefnd áfrýjunarmála lækkaði sektina í 200 milljónir en bæði Síminn og eftirlitið kærðu úrskurðinn til héraðsdóms.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði ekki brotið ákvæði sáttanna með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum heimilispakka. Stjórnvaldssekt eftirlitsins var felld úr gildi að öllu leyti.

Samkeppniseftirlitið ákvað að una ekki niðurstöðunni og kærði til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Samkeppniseftirlitið ákvað heldur ekki að una niðurstöðu Landsréttar og kærði til Hæstaréttar. Fimm árum síðar mun því fimmta stofnunin taka á málinu algjörlega fyrir tilstilli eftirlitsins en Orri Hauksson, þáverandi forstjóri Símans, sagði við Viðskiptablaðið í vor að kostnaður Símans við að standa í málaferlunum hlaupi á hundruðum milljóna króna.

Samkvæmt opnum reikningum má sjá að aðkeypt lögfræðiþjónusta SKE hefur einnig aukist verulega síðastliðin ár þó að ekki sé hægt að sjá nákvæmlega hversu mikið fé fór til Lagastoðar fyrir að standa í málaferlum við Símann fyrir hönd eftirlitsins.

Hæstiréttur á eftir að dæma í málinu en í millitíðinni tryggði Sýn sér sýningarréttinn á enska boltanum. Þá er rétt að taka fram að í júní á þessu ári greindi eftirlitið frá því að tafir yrðu á yfirferð nýrra samrunatilkynninga og athuganir á nýjum samrunaskrám í sumar „vegna mikilla anna hjá eftirlitinu, samhliða ófullnægjandi fjárveitingum“.