Reykja­víkur­borg reið á vaðið í desember 2018 með út­gáfu fyrsta græna skulda­bréfa­flokksins hér­lendis en síðan þá hefur út­gáfa grænna og fé­lags­legra skulda­bréfa aukist til muna.

Reykja­vík gaf út skulda­bréfa­flokkinn RVKG 48 sem voru verð­tryggð skulda­bréf með jöfnum greiðslum til 30 ára. Borgin seldi fyrir 4,1 milljarð króna að nafn­virði og var um­fram­eftir­spurn á bréfinu.

Síðan þá hefur borgin og fyrir­tæki í eigu borgarinnar, Orku­veita Reykja­víkur og Fé­lags­bú­staðir, verið út­gef­endur megin­þorra grænna bréfa en lána­stofnanir, fast­eigna­fé­lög og sjávar­út­vegs­fyrir­tæki hafa einnig gefið út græn bréf.

Heildarútgáfa grænna skuldabréfa fór yfir 200 milljarða í fyrra er útgáfan nam 217,9 milljörðum. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands verður útgáfan enn meiri í ár.

Nýr ESB-staðall fyrir græn skuldabréf var innleiddur í lög hérlendis í fyrra en samkvæmt sérfræðingum á skuldabréfamarkaði mun að öllum líkindum myndast tvískiptur markaður með græn skuldabréf og ESB-vottuð græn skuldabréf.

Áskrifendur geta lesið umfjöllun Viðskiptablaðsins um græn skuldabréf hér.

Reykja­víkur­borg reið á vaðið í desember 2018 með út­gáfu fyrsta græna skulda­bréfa­flokksins hér­lendis en síðan þá hefur út­gáfa grænna og fé­lags­legra skulda­bréfa aukist til muna.

Reykja­vík gaf út skulda­bréfa­flokkinn RVKG 48 sem voru verð­tryggð skulda­bréf með jöfnum greiðslum til 30 ára. Borgin seldi fyrir 4,1 milljarð króna að nafn­virði og var um­fram­eftir­spurn á bréfinu.

Síðan þá hefur borgin og fyrir­tæki í eigu borgarinnar, Orku­veita Reykja­víkur og Fé­lags­bú­staðir, verið út­gef­endur megin­þorra grænna bréfa en lána­stofnanir, fast­eigna­fé­lög og sjávar­út­vegs­fyrir­tæki hafa einnig gefið út græn bréf.

Heildarútgáfa grænna skuldabréfa fór yfir 200 milljarða í fyrra er útgáfan nam 217,9 milljörðum. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands verður útgáfan enn meiri í ár.

Nýr ESB-staðall fyrir græn skuldabréf var innleiddur í lög hérlendis í fyrra en samkvæmt sérfræðingum á skuldabréfamarkaði mun að öllum líkindum myndast tvískiptur markaður með græn skuldabréf og ESB-vottuð græn skuldabréf.

Áskrifendur geta lesið umfjöllun Viðskiptablaðsins um græn skuldabréf hér.