Reykjavíkurborg reið á vaðið í desember 2018 með útgáfu fyrsta græna skuldabréfaflokksins hérlendis en síðan þá hefur útgáfa grænna og félagslegra skuldabréfa aukist til muna.
Reykjavík gaf út skuldabréfaflokkinn RVKG 48 sem voru verðtryggð skuldabréf með jöfnum greiðslum til 30 ára. Borgin seldi fyrir 4,1 milljarð króna að nafnvirði og var umframeftirspurn á bréfinu.
Síðan þá hefur borgin og fyrirtæki í eigu borgarinnar, Orkuveita Reykjavíkur og Félagsbústaðir, verið útgefendur meginþorra grænna bréfa en lánastofnanir, fasteignafélög og sjávarútvegsfyrirtæki hafa einnig gefið út græn bréf.
Heildarútgáfa grænna skuldabréfa fór yfir 200 milljarða í fyrra er útgáfan nam 217,9 milljörðum. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands verður útgáfan enn meiri í ár.
Nýr ESB-staðall fyrir græn skuldabréf var innleiddur í lög hérlendis í fyrra en samkvæmt sérfræðingum á skuldabréfamarkaði mun að öllum líkindum myndast tvískiptur markaður með græn skuldabréf og ESB-vottuð græn skuldabréf.
Áskrifendur geta lesið umfjöllun Viðskiptablaðsins um græn skuldabréf hér.