Fjárlagafrumvarp ársins 2025 er nú til umræðu á Alþingi en frumvarpið, sem fjármálaráðherra kynnti á dögunum, gerir ráð fyrir að 41 milljarðs króna halli verði af rekstri ríkissjóðs á næsta ári.

Fjárlagafrumvarp ársins 2025 er nú til umræðu á Alþingi en frumvarpið, sem fjármálaráðherra kynnti á dögunum, gerir ráð fyrir að 41 milljarðs króna halli verði af rekstri ríkissjóðs á næsta ári.

Athygli vekur þó að áætluð afkoma ríkissjóðs hefur alltaf versnað milli þess sem fjárlagafrumvarp hefur verið kynnt og fjárlög hafa verið samþykkt af Alþingi. Frá því að heimsfaraldur hófst hafa áætluð gjöld aukist um tugi milljarða á hverju ári en áætlaðar tekjur aukist minna eða jafnvel dregist saman.

Ríkissjóður hefur þá verið rekinn með halla frá árinu 2020 en samkvæmt ríkisreikningi ársins 2023, sem Alþingi á eftir að samþykkja, var halli ársins 87 milljarðar. Rétt er þó að taka fram að í ríkisreikningi er byggt er á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum fyrir opinbera aðila á rekstrargrunni (IPSAS) en GFS-hagskýrslustaðli í fjárlögum og því eru tölur um afkomu milli fjárlaga og ríkisreiknings ekki að fullu samanburðarhæfar.

Ráðherrar núverandi ríkisstjórnar hafa bent á að afkoma ríkissjóðs hafi ítrekað verið mun betri en bæði áætlanir og fjárlög hafa gert ráð fyrir undanfarin ár. Tekjur hafi þannig aukist mun meira en gert hafi verið ráð fyrir en hið sama má aftur á móti einnig segja um gjöld. Frá árinu 2017 til ársins 2023 jukust heildartekjur samkvæmt ríkisreikningi um 183 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag en á sama tíma jukust heildargjöld um 325 milljarða.

Meiri hagvöxtur en spár gerðu ráð fyrir spilaði stórt hlutverk í bættri afkomu árin 2021-2023 en nú virðist staðan önnur. Í fjárlögum 2024 var gert ráð fyrir 2,6% hagvexti en landsframleiðsla dróst saman um 1,9% á fyrstu sex mánuðum ársins og er nú gert ráð fyrir 0,9% hagvexti í ár. Hvað árið 2025 varðar var gert ráð fyrir 3% hagvexti þegar fjármálaáætlun var lögð fram í vor en nú er gert ráð fyrir 2,6% hagvexti. Af þeim sökum hafa horfur um afkomu 2024 og 2025 versnað frá því að fjármálaáætlun var lögð fram í vor.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.