Ræstingar- og fasteignaumsjónarfyrirtækið Dagar hagnaðist um 234 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 134 milljón króna hagnað árið áður.

Félagið hefur skilað samanlögðum hagnaði upp á rúmlega hálfan milljarð króna á síðustu þremur rekstrarárum. Tekjur félagsins jukust um tæpar 870 milljónir króna á milli ára og námu 6,6 milljörðum. Laun og launatengd gjöld námu 5,4 milljörðum og hækkuðu um 12,5% milli ára.

Eigið fé nam 957 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfall félagsins 36%. Stærstu hluthafar Daga eru Hafsilfur ehf., fjárfestingarfélag Benedikts Sveinssonar, og Pólaris ehf., fjárfestingarfélag Einars Sveinssonar, með sitthvorn 27,92% hlutinn. Pálmar Óli Magnússon er forstjóri Daga.

Dagar hf.

2023 2022
Tekjur 6.625 5.755
Eignir 2.636 2.518
Eigið fé 957 722
Hagnaður 234 134
Lykiltölur í milljónum króna.