Rekstur Travel Connect ferðaþjónustusamstæðunnar batnaði til muna árið 2023 en hagnaður samstæðunnar nam 3,4 milljörðum króna, samanborið við 358 milljóna króna hagnað árið áður.

Tekjur jukust um 7,1 milljarð króna eða 45% milli ára og námu 23,4 milljörðum árið 2023. Samstæðan sérhæfir sig í ferðum til Skandinavíu, Íslands og Skotlands en sölutekjur innanlands námu 19 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 13,9 milljarða árið áður, og sölutekjur erlendis námu 4,4 milljörðum króna, samanborið við 2,4 milljarða árið 2022.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði