Rekstur Travel Connect ferðaþjónustusamstæðunnar batnaði til muna árið 2023 en hagnaður samstæðunnar nam 3,4 milljörðum króna, samanborið við 358 milljóna króna hagnað árið áður.

Tekjur jukust um 7,1 milljarð króna eða 45% milli ára og námu 23,4 milljörðum árið 2023. Samstæðan sérhæfir sig í ferðum til Skandinavíu, Íslands og Skotlands en sölutekjur innanlands námu 19 milljörðum króna í fyrra og sölutekjur erlendis námu 4,4 milljörðum.

Rekstur Travel Connect ferðaþjónustusamstæðunnar batnaði til muna árið 2023 en hagnaður samstæðunnar nam 3,4 milljörðum króna, samanborið við 358 milljóna króna hagnað árið áður.

Tekjur jukust um 7,1 milljarð króna eða 45% milli ára og námu 23,4 milljörðum árið 2023. Samstæðan sérhæfir sig í ferðum til Skandinavíu, Íslands og Skotlands en sölutekjur innanlands námu 19 milljörðum króna í fyrra og sölutekjur erlendis námu 4,4 milljörðum.

Í ársreikningi Travel Connect segir að bættur rekstur endurspeglist í fjölgun á komu ferðamanna til landsins en fjöldi ferðamanna jókst um tæp 30% milli ára.

Ferðaþjónusta á Íslandi hafi þó dregist saman í upphafi þessa árs og útlit fyrir að fækkun verði á komum ferðamanna frá árinu 2023 sem gæti haft áhrif á afkomu dótturfélaga. Þá standi félögin jafnframt frammi fyrir áskorunum á borð við launahækkanir og hátt vaxtastig. Stjórnendur verði þó sem áður opnir fyrir tækifærum á ferðaþjónustumarkaðnum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.