Tvö af stærstu fyrirtækjum landsins og þekktir fjárfestar eru meðal þeirra sem lagt hafa leitarsjóðnum Leitar I, sérhæfðum framtakssjóð á vegum Leitar Capital Partners, til fjármagn.

Þannig má sjá í ársreikningi sjóðsins fyrir síðasta ár að Arion banki er næst stærsti hluthafi leitarsjóðsins með 8,71% hlut. Bankinn á 9,88% hlut í Leitar Capital Partners. Íslensk fjárfesting er stærsti hluthafi sjóðsins með 16,1% hlut en félagið á 30% hlut í Leitar Capital Partners.

Leitar Capital Partners leggur áherslu á að fjárfesta í ungu og öflugu fólki og styðja það við að finna fyrirtæki til að kaupa og reka.

Grímnir ehf., félag í eigu Andra Sveinssonar, er þriðji stærsti hluthafi Leitar I með 8,04% hlut en umrætt félag á 5% hlut í Leitar Capital Partners. Landvist ehf., félag Birgis Arnar Birgissonar, á 7,33% hlut en félagið á rétt eins og Íslensk fjárfesting 30% hlut í Leitar Capital Partners. Norvik hf., móðurfélag BYKO, á sömuleiðis 7,33% hlut í sjóðnum.

Sex félög eiga 5,87% eignarhlut en það eru InfoCapital ehf., félag Reynis Grétarssonar, Dexter fjárfestingar, félag Sigurðar Gísla Pálmasonar, Fari ehf., félag bróður hans Jóns Pálmasonar, Stormtré ehf., félag Hreggviðs Jónssonar, Skagi (áður VÍS) og Björn ehf., félag í eigu Péturs Björnssonar og fjölskyldu. Þá á Granat ehf., félag Guðmundar Auðuns Auðunssonar og Guðríðar Maríu Jóhannesdóttur, 4,4% hlut.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér og fréttina í heild hér.