Fjárfestingarfélagið Stormtré, í eigu Hreggviðar Jónssonar og fjölskyldu hans, hagnaðist um 2,4 milljarða króna á árinu 2023 samanborið við 1,2 milljarða árið áður.
Tekjur samstæðunnar jukust um fimm milljarða króna milli ára og námu 34,2 milljörðum króna. Eignir námu 25 milljörðum króna í lok árs 2023. Undir samstæðuna fellur 90% hlutur í Guðrúnarborg, móðurfélagi Veritas-samstæðunnar, sem nemur 5,5 milljörðum króna.
Stjórn félagsins leggur til að arður verði greiddur til hluthafa allt að fjárhæð 200 milljónir króna árið 2024.
Stormtré
2022 |
---|
29.520 |
22.359 |
12.492 |
1.220 |