Fjárfestingarfélagið Stormtré, í eigu Hreggviðar Jónssonar og fjölskyldu hans, hagnaðist um 2,4 milljarða króna á árinu 2023 samanborið við 1,2 milljarða árið áður.

Tekjur samstæðunnar jukust um fimm milljarða króna milli ára og námu 34,2 milljörðum króna. Eignir námu 25 milljörðum króna í lok árs 2023. Undir samstæðuna fellur 90% hlutur í Guðrúnarborg, móðurfélagi Veritas-samstæðunnar, sem nemur 5,5 milljörðum króna.

Stjórn félagsins leggur til að arður verði greiddur til hluthafa allt að fjárhæð 200 milljónir króna árið 2024.

Stormtré

2023 2022
Rekstrartekjur 34.214 29.520
Eignir 25.041 22.359
Eigið fé 14.520 12.492
Hagnaður 2.404 1.220
Lykiltölur í milljónum króna