Verka­manna­flokkurinn vann stór­sigur í þing­kosningunum í Bret­landi í gær en sam­kvæmt talningu næturinnar stefnir í að flokkurinn verði með um 410 þing­manna meiri­hluta á breska þinginu.

Rishi Sunak, for­sætis­ráð­herra, sem boðaði ó­vænt til kosninga fyrir sex vikum, viður­kenndi ó­sigur í nótt en Í­halds­flokkurinn fékk sína verstu út­reið frá upp­hafi og endaði með 119 þing­menn, og tapar þannig 248 þing­sætum. Frjáls­lyndir demó­kratar fengu 71 þing­sæti.

Keir Star­mer for­maður Verka­manna­flokksins verður næsti for­sætis­ráð­herra Bret­lands.

Verka­manna­flokkurinn vann stór­sigur í þing­kosningunum í Bret­landi í gær en sam­kvæmt talningu næturinnar stefnir í að flokkurinn verði með um 410 þing­manna meiri­hluta á breska þinginu.

Rishi Sunak, for­sætis­ráð­herra, sem boðaði ó­vænt til kosninga fyrir sex vikum, viður­kenndi ó­sigur í nótt en Í­halds­flokkurinn fékk sína verstu út­reið frá upp­hafi og endaði með 119 þing­menn, og tapar þannig 248 þing­sætum. Frjáls­lyndir demó­kratar fengu 71 þing­sæti.

Keir Star­mer for­maður Verka­manna­flokksins verður næsti for­sætis­ráð­herra Bret­lands.

Fjöl­margir með­limir í ríkis­stjórn Rishi Sunak héldu ekki þing­sætum sínum í nótt sam­kvæmt BBC, þar á meðal Alex Chalk dóms­mála­ráð­herra, Grant Shapps varnar­mála­ráð­herra, Gilli­an Keegan mennta­mála­ráð­herra, Michelle Donelan vísinda­ráð­herra og Lucy Frazer menningar­mála­ráð­herra.

Liz Truss fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Bret­lands tapaði þing­sæti sínu í suð­vestur Nor­folk með 630 at­kvæðum. Terry Jer­my, fram­bjóðandi Verka­manna­flokksins tekur sæti Truss.

Jeremy Hunt fjár­mála­ráð­herra hélt þing­sæti sínu með naumindum en um tíma gáfu út­gáfu­spár annað til kynna.

„Verka­manna­flokkurinn hefur sigrað þessar kosningar,“ sagði Rishi Sunak í nótt á kosninga­vöku Í­halds­flokksins. Hann sagðist hafa hringt í Star­mer og óskað honum til hamingju með sigurinn.

Sunak hélt þing­sæti sínu í Richmond og Nort­haller­ton kjör­dæminu í Yorks­hire. Hann sagði í nótt að hann tæki fulla á­byrgð á ó­sigri flokksins og að hann myndi á­varpa lands­menn aftur þegar hann væri kominn til Lundúna áður en hann víki úr em­bætti.