Eignir kauphallarsjóða í virkri stýringu stefna óðfluga í að verða metnar á 1 billjón (e.trillion) Bandaríkjadala en samkvæmt Financial Times hefur sókn í sjóðina gríðarlega aukist á síðustu árum.
Fjárfestar greiða lægri gjöld fyrir sjóðina en hefðbundnir verðbréfasjóðir en samkvæmt gögnum frá ETFGI voru eignir í sjóðunum metnar á 974 milljarða Bandaríkjadali í lok júlímánaðar.
Kauphallarsjóðir í virkri stýringu stigu fram á sjónarsviðið árið 2006 en eignir sjóðanna fóru ekki yfir 100 milljarða dali fyrr en árið 2018.
Eignir kauphallarsjóða í virkri stýringu stefna óðfluga í að verða metnar á 1 billjón (e.trillion) Bandaríkjadala en samkvæmt Financial Times hefur sókn í sjóðina gríðarlega aukist á síðustu árum.
Fjárfestar greiða lægri gjöld fyrir sjóðina en hefðbundnir verðbréfasjóðir en samkvæmt gögnum frá ETFGI voru eignir í sjóðunum metnar á 974 milljarða Bandaríkjadali í lok júlímánaðar.
Kauphallarsjóðir í virkri stýringu stigu fram á sjónarsviðið árið 2006 en eignir sjóðanna fóru ekki yfir 100 milljarða dali fyrr en árið 2018.
Lagabreyting vestanhafs árið 2019 sem liðkaði fyrir stofnun slíkra sjóða hefur valdið eignir sjóðanna hafa aukist um 48% árlega.
Fjöldi þeirra hefur einnig fjórfaldast á tímabilinu og voru 2.761 slíkir sjóðir skráðir í lok júlí.
Samkvæmt markaðssérfræðingum vestanhafs er gróska í kringum sjóðina á byrjunarstigi.
„Við erum á byrjunarstigi vaxtarferils,“ segir Todd Rosenbluth, yfirmaður greiningardeildar TMX Vettafi, í samtali við FT.
Að hans sögn eru fjárfestingabankar og fjármálafyrirtæki byrjuð að færa sitt færasta fólk úr verðbréfasjóðunum og gera þau að sjóðstjórum kauphallarsjóða í virkri stýringu.
Þá er einnig verið að leggja mun meira púður en áður í markaðssetningu til að ná til fjárfesta.
Kauphallarstjóðir í virkri stýringu eiga þó enn langt í land með að ná hefðbundnum verðbréfasjóðum en eignir slíkra sjóða voru metnar 13,8 billjónir dala við árslok 2023.