Eignir kaup­hallar­sjóða í virkri stýringu stefna óð­fluga í að verða metnar á 1 billjón (e.trillion) Banda­ríkja­dala en sam­kvæmt Financial Times hefur sókn í sjóðina gríðar­lega aukist á síðustu árum.

Fjár­festar greiða lægri gjöld fyrir sjóðina en hefð­bundnir verð­bréfa­sjóðir en sam­kvæmt gögnum frá ET­FGI voru eignir í sjóðunum metnar á 974 milljarða Banda­ríkja­dali í lok júlí­mánaðar.

Kaup­hallar­sjóðir í virkri stýringu stigu fram á sjónar­sviðið árið 2006 en eignir sjóðanna fóru ekki yfir 100 milljarða dali fyrr en árið 2018.

Eignir kaup­hallar­sjóða í virkri stýringu stefna óð­fluga í að verða metnar á 1 billjón (e.trillion) Banda­ríkja­dala en sam­kvæmt Financial Times hefur sókn í sjóðina gríðar­lega aukist á síðustu árum.

Fjár­festar greiða lægri gjöld fyrir sjóðina en hefð­bundnir verð­bréfa­sjóðir en sam­kvæmt gögnum frá ET­FGI voru eignir í sjóðunum metnar á 974 milljarða Banda­ríkja­dali í lok júlí­mánaðar.

Kaup­hallar­sjóðir í virkri stýringu stigu fram á sjónar­sviðið árið 2006 en eignir sjóðanna fóru ekki yfir 100 milljarða dali fyrr en árið 2018.

Laga­breyting vestan­hafs árið 2019 sem liðkaði fyrir stofnun slíkra sjóða hefur valdið eignir sjóðanna hafa aukist um 48% ár­lega.

Fjöldi þeirra hefur einnig fjór­faldast á tíma­bilinu og voru 2.761 slíkir sjóðir skráðir í lok júlí.

Sam­kvæmt markaðssér­fræðingum vestan­hafs er gróska í kringum sjóðina á byrjunar­stigi.

„Við erum á byrjunarstigi vaxtar­ferils,“ segir Todd Rosen­bluth, yfir­maður greiningar­deildar TMX Vetta­fi, í sam­tali við FT.

Að hans sögn eru fjár­festinga­bankar og fjár­mála­fyrir­tæki byrjuð að færa sitt færasta fólk úr verð­bréfa­sjóðunum og gera þau að sjóð­stjórum kaup­hallar­sjóða í virkri stýringu.

Þá er einnig verið að leggja mun meira púður en áður í markaðs­setningu til að ná til fjár­festa.

Kaup­hallar­stjóðir í virkri stýringu eiga þó enn langt í land með að ná hefð­bundnum verð­bréfa­sjóðum en eignir slíkra sjóða voru metnar 13,8 billjónir dala við árs­lok 2023.