Strengur, sem á rúmlega helmingshlut í Skel fjárfestingafélagi, hagnaðist um 2,1 milljarð króna í fyrra en árið 2022 nam hagnaður 423 milljónum.

Strengur, sem á rúmlega helmingshlut í Skel fjárfestingafélagi, hagnaðist um 2,1 milljarð króna í fyrra en árið 2022 nam hagnaður 423 milljónum.

Í ársreikningi segir að í upphafi árs 2023 hafi félagið ákveðið að færa fjárfestingu sína í dótturfélaginu Skel hf. með hlutdeildaraðferð í stað gangvirðis. Við þessa breytingu hætti félagið að vera fjárfestingarfélag.

Lykiltölur / Strengur

2023 2022
Handbært fé 35
Eignir 17.891  15.542
Eigið fé 11.704  9.664
Afkoma 2.090  423
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.