Stríðið í Úkraínu hefur ekki haft jafnmikil áhrif á rekstur Lýsis og félagið óttaðist eftir innrás Rússa í lok febrúar. Útflutningsfyrirtækið gerir þó ráð fyrir að um 200-300 milljóna króna velta tapist og framlegð lækki um 70-105 milljónir í ár vegna stríðsins, að því er kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins.
Til samanburðar þá sagði Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, í samtali við Viðskiptablaðið í byrjun mars að fyrirtækið gæti orðið af hátt í 700 milljónir króna í ár þar sem viðskiptaþvinganir stöðvuðu nær alfarið útflutning Lýsis til Rússlands.
„Við erum búin að leggja gríðarlega vinnu í að byggja upp okkar vörumerki í Rússlandi. Við eigum í samstarfi við stóra apótekakeðju í Rússlandi sem hefur ásamt okkur kostað miklu til í þessu starfi. Maður horfir á þetta eiginlega fara ofan í vaskinn,“ sagði Katrín.
Sjá einnig: Högg fyrir Lýsi að missa Rússlandsmarkað
Áætlanir Lýsis gerðu ráð fyrir um 750 milljónir í tekjur af útflutningi til Rússlands í ár. Í skýrslu stjórnar í ársreikningum, sem var undirrituð 24. maí síðastliðinn, segir að sala til Rússlands í ár hafi numið um 78 milljónum fram að innrásinni en þar af séu um 41 milljónir útistandandi.
Stjórnin segir einnig að þegar séu komnar fram miklar hækkanir á nánast öllum aðföngum sökum skorts á hráefnum í helstu umbúðir. Hækkanir á aðföngum, sem megi rekja til stríðsins, séu að meðaltali um 20%. Þá hafi hrálýsisverð hækkað um allt að 40%. Auk þess hafi flutningskostnaður hækkað mikið sem gerir allan útflutning „mun dýrari“ en áður.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði