Ríkis­stjórnin kynnti í dag til­lögur um frekari stuðning við heimili og fyrir­tæki í Grinda­vík í Hörpu í dag.

Um er að ræða m. a. stuðnings­lán með ríkis­á­byrgð til grind­vískra fyrir­tækja, við­spyrnu­styrki á­samt fram­haldi launa­stuðnings og hrá­efnis- og af­urða­tryggingum.

Þá verður sér­stakur hús­næðis­stuðningur við Grind­víkinga fram­lengdur til ára­móta.

Ríkis­stjórnin kynnti í dag til­lögur um frekari stuðning við heimili og fyrir­tæki í Grinda­vík í Hörpu í dag.

Um er að ræða m. a. stuðnings­lán með ríkis­á­byrgð til grind­vískra fyrir­tækja, við­spyrnu­styrki á­samt fram­haldi launa­stuðnings og hrá­efnis- og af­urða­tryggingum.

Þá verður sér­stakur hús­næðis­stuðningur við Grind­víkinga fram­lengdur til ára­móta.

„Rekstrar­aðilum með starfs­stöð í Grinda­vík verður gert kleift að taka lán hjá lána­stofnunum með á­byrgð ríkisins að upp­fylltum til­teknum skil­yrðum. Mark­miðið er að hjálpa rekstrar­hæfum fyrir­tækjum í Grinda­vík að við­halda starf­semi á ó­vissu­tímum. Lán af þessu tagi eiga sér for­dæmi í stuðnings­að­gerðum til fyrir­tækja í CO­VID-19 far­aldrinum. Gert er ráð fyrir að fyrir­tæki með starfs­stöð í Grinda­vík eigi kost á láni og að fast­eign sé ekki skil­yrði,” segir á vef stjórnar­ráðsins.

Frum­varp um stuðnings­lánin er í vinnslu í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytinu. Stefnt er að því að lán­veitingar hefjist í haust.

Þá er reiknað með því að leggja fram frum­varp um við­spyrnu­styrki á Al­þingi í júní en um að ræða fram­lengingu á tíma­bundnum rekstrar­stuðning til fyrir­tækja sem voru með rekstur í Grinda­vík í nóvember 2023.

Hús­næðis- og launa­stuðningur verður einnig fram­lengdur en hægt er að lesa til­lögurnar í heild sinni hér.