Gunnar Úlfars­son, hag­fræðingur Við­skipta­ráðs, segir fátt jafn mikil­vægara en skil­virkur hús­næðis­markaður fyrir al­menna vel­sæld. Í ljósi stöðunnar á hús­næðis­markaði á Ís­landi vekur það ekki furðu að spjótin beinist að yfir­völdum.

„Sögu­lega hátt vaxta­stig hefur gert þeim sem hyggjast festa kaup á fast­eign erfiðara fyrir að fóta sig á hús­næðis­markaði. Að­gengi að fjár­magni skiptir ekki síður máli þegar kemur að eftir­spurn eftir í­búðar­hús­næði. Á­hrif hærra fast­eigna­verðs eru einnig til staðar þótt á­hrif þess séu fyrir­ferðar­minni nú um stundir. Staðan sem nú er uppi hefur orðið til þess að magna upp á­kall eftir að­gerðum á hús­næðis­markaði sem jafnan fela í sér inn­grip stjórn­valda,“ skrifar Gunnar í grein á vef Við­skipta­ráðs.

Gunnar Úlfars­son, hag­fræðingur Við­skipta­ráðs, segir fátt jafn mikil­vægara en skil­virkur hús­næðis­markaður fyrir al­menna vel­sæld. Í ljósi stöðunnar á hús­næðis­markaði á Ís­landi vekur það ekki furðu að spjótin beinist að yfir­völdum.

„Sögu­lega hátt vaxta­stig hefur gert þeim sem hyggjast festa kaup á fast­eign erfiðara fyrir að fóta sig á hús­næðis­markaði. Að­gengi að fjár­magni skiptir ekki síður máli þegar kemur að eftir­spurn eftir í­búðar­hús­næði. Á­hrif hærra fast­eigna­verðs eru einnig til staðar þótt á­hrif þess séu fyrir­ferðar­minni nú um stundir. Staðan sem nú er uppi hefur orðið til þess að magna upp á­kall eftir að­gerðum á hús­næðis­markaði sem jafnan fela í sér inn­grip stjórn­valda,“ skrifar Gunnar í grein á vef Við­skipta­ráðs.

Gunnar bendir á að hækkun á hús­næðis­verði sé helsta or­sök hárra af­borgana en mánaðar­leg greiðsla af ó­verð­tryggðu í­búðar­láni fyrir 65 fer­metra fast­eign árið 2023 hefur hækkað um tæp­lega 240 þúsund frá árinu 2011.

„Af opin­berri um­ræðu að dæma þá er um að ræða for­dæma­lausar að­stæður á hús­næðis­markaði, en undan­farinn ára­tug hefur gjarnan borið á um­ræðu um erfiða stöðu kaup­enda sam­hliða hækkandi fast­eigna­verði. Rétt er að halda því til haga að meðal­ráð­stöfunar­tekjur hafa ríf­lega tvö­faldast yfir sama tíma­bil og nemur hækkunin ríf­lega 230 þúsund krónum á mánuði. Hvað býr að baki þessari greiðslu­byrði?“ skrifar Gunnar.

Meðal ráðandi þátta á eftir­spurnar­hlið hús­næðis­markaðarins eru fast­eigna­verð, að­gengi að láns­fé, tekjur og vaxta­kjör.

„Eftir fjór­tán sam­felldar stýri­vaxta­hækkanir vegur sá þáttur ber­sýni­lega þungt, en færa má rök fyrir því að um­gjörð hús­næðis­markaðar sé helsta á­stæðan fyrir hækkandi greiðslu­byrði nýrra hús­næðis­lána. Sam­hliða hækkandi stýri­vöxtum hafa lán­töku­skil­yrði verið hert, sem hefur einnig haft tölu­verð á­hrif á að­gengi að hús­næðis­markaði.“

Á­hrif vaxta eru þó tíma­bundin og geta bæði verið til lækkunar og hækkunar. Það er hins vegar ljóst að á­hrif hús­næðis­verðs á af­borganir af hús­næðis­lánum frá árinu 2011 hafa undan­tekninga­laust verið til hækkunar. Hækkun hús­næðis­verðs hefur, ó­líkt vaxta­hækkunum, varan­leg á­hrif á af­borganir.

„Sam­hliða því koma fram blönduð á­hrif vaxta­hækkana og hærra hús­næðis­verðs, þ. e. sú stað­reynd að hærra hús­næðis­verð or­sakar aukin á­hrif vaxta­hækkana á af­borganir af hús­næðis­lánum. Þau á­hrif hafa aldrei verið meiri en núna.

Það þýðir að vandinn á hús­næðis­markaði er ekki sveiflu­kenndur heldur fólginn í þeirri um­gjörð sem hús­næðis­markaðurinn býr við. Það er því mikil­vægt að leysa úr þeim hnútum sem eru til staðar á markaðnum svo stuðla megi að stöðugra um­hverfi á honum,“ skrifar Gunnar.

„Á­kall eftir að­gerðum er há­vært“

Gunnar bendir á að síðustu ára­tugir á hús­næðis­markaði hafa verið róstu­samir en eftir lágt hús­næðis­verð í kjöl­far fjár­mála­kreppunnar tóku við miklar hækkanir við sam­hliða miklum launa­hækkunum, lægri vöxtum og kröftugum efna­hags­bata.

Mikil fólks­fjölgun hefur einnig aukið mis­ræmi milli fram­boðs og eftir­spurnar.

„Til við­bótar má leiða líkur að því að sam­spil stuðnings­að­gerða stjórn­valda í far­aldri og sögu­lega lágt vaxta­stig hafi sett mikinn þrýsting á verð­hækkanir á undan­förnum tveimur árum sökum treg­breyti­legrar fram­boðs­hliðar. Á­kall eftir að­gerðum er há­vært og kröfur um aukna að­komu stjórn­valda á hús­næðis­markaði hafa aukist, sér­stak­lega í tengslum við kjara­samninga­gerð. Lof­orð stjórn­valda í tengslum við kjara­samninga árin 2015 – 2019 voru alls 59 og þar af voru 14 þeirra í tengslum við hús­næðis­mál,“ skrifar Gunnar.

„Í gegnum tíðina hafa stjórn­völd reynt fjöl­mörg stuðnings­kerfi sem hafa það að mark­miði að létta undir með heimilum landsins og að­stoða ein­stak­linga við að eignast eigið hús­næði. Vissu­lega geta markaðs­brestir myndast sem þörf er á að leið­rétta, en opin­ber inn­grip geta haft í för með sér ó­fyrir­séðar af­leiðingar og ýtt undir hækkun fast­eigna­verðs. Upp­safnaður kostnaður að­gerða stjórn­valda á hús­næðis­markaði undan­farna tvo ára­tugi nemur 902 milljörðum á föstu verð­lagi. Sú upp­hæð dugar til að kaupa allar fast­eignir í Grinda­víkur­bæ ríf­lega tíu sinnum ef miðað er við fast­eigna­mat ársins 2023.“

Í greiningu sinni skiptir Gunnar upp að­gerðum stjórn­valda eftir því hvort þær séu á eftir­spurnar­hlið hús­næðis­markaðar eða fram­boðs­hlið en þar kemur í ljós að ¾ stuðningsins hefur verið eftir­spurnar­megin.

„Þó svo að hag­fræðin segi okkur að slíkar að­gerðir séu al­mennt skil­virkari, þar sem ein­staklingar hafi val um það hvernig þeir kjósi að haga eigin hús­næðis­málum, geta þær ýtt undir hækkun hús­næðis­verðs, sér­stak­lega í þeim til­fellum þar sem fram­boðs­hlið er treg­breyti­leg. Rann­sóknir hafa jafn­framt sýnt fram á að í til­fellum þar sem lóða­fram­boð er tak­markað og reglu­verk þung­lama­legt vinna slíkar að­gerðir gegn því að ein­staklingar eignist eigið hús­næði vegna þrýstings sem að­gerðirnar skapa á hús­næðis­verð.“

Lóða­skortur hefur verið við­varandi vanda­mál og vís­bendingar eru um að hann hafi stuðlað að hærra hús­næðis­verði. Að mati Gunnars má leiða líkur að því að um­fangs­miklar stuðnings­að­gerðir stjórn­valda á eftir­spurnar­hlið, sam­hliða treg­breyti­legu fram­boði, hafi stuðlað að hækkunum.

„Þannig hafa að­gerðirnar að ein­hverju leyti snúist upp í and­hverfu sína,“ skrifar Gunnar.

Hann bendir jafn­framt á að aðilar eins og Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðurinn hafi bent á að draga þurfi úr al­mennari stuðnings­að­gerðum á markaði og auka mark­vissan stuðning við þá hópa sem þurfa á honum að halda.

„Já­kvæð skref hafa verið stigin í þessa átt, þar sem stjórn­völd hafa t. a. m. dregið úr vaxta­bótum, en bæturnar hafa til­hneigingu til að stuðla að hærra vaxta­stigi. Í þeim felst niður­greiðsla á fjár­magns­kostnaði, sem hvetur til aukinnar skuld­setningar,“ skrifar Gunnar bætir við að lokum að þörf sé á sér­tækari stuðningi og mark­vissari að­gerðum.