Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins mældist með 68,6% stuðning í janúar samkvæmt Gallup. Það var fyrsta mælingin á stuðningi við stjórnina sem tók við 21. desember.

Stuðningurinn við ríkisstjórnina mældist 62,6% samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup í júní. Stuðningur mældist hins vegar 67,0% í maí og minnkaði stuðningurinn því um 4,4% milli mánaða.

Frá fyrstu mælingu í janúar hefur stuðningurinn minnkað um 6 prósentustig en eins og sjá má á línuritinu hér fyrir ofan sveiflaðist fylgið aftur upp, þar til það lækkaði verulega frá maí til júní.

Samkvæmt Þjóðarpúlsinum í júní, sem birtur var í gær, er fylgi Samfylkingarinnar 31,8%, fylgi Viðreisnar er 13,7% og Flokkur fólksins mælist með 6,5%. Samanlagt fylgi flokkanna er nú 52,0% en var 50,3% í kosningunum sem fram fóru 30. nóvember.