Sænski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í dag. Þeir standa nú í 3,5 prósentustigum. Ákvörðun um hækkun vaxta var tekin í kjölfar þess verðbólga mældist 10,6% á ársgrundvelli í síðasta mánuði. Í tilkynningu frá bankanum segir að undirliggjandi verðbólga hafi verið mun meiri en búist var við á fyrstu mánuðum ársins.

Seðlabankinn bendir einnig á að frekari hækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig sé líkleg í júní eða september næstkomandi. Verðbólga í Svíþjóð náði hámarki sínu í desember í fyrra þegar 12 mánaða verðbólga mældist 12,3%. Þá hafði verðbólga ekki verið meiri í landinu í yfir 30 ár.

Í apríl á síðasta ári stóðu stýrivextir sænska seðlabankans í núll prósentustigum. Bankinn gerir ráð fyrir 0,7% samdrætti á árinu 2023 og auknu atvinnuleysi.